fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Fókus

Svona geturðu séð hvort að kærastinn þinn sé að skoða aðrar konur á Instagram

Fókus
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski stefnumótasérfræðingurinn og fjölmiðlakonan Jana Hocking útskýrir hvernig fólk getur séð hvort að makinn þeirra sé að líka við myndir annarra á Instagram.

Hún þekkir það því miður of vel af eigin raun hvernig það sé þegar kærastinn þinn sýnir öðrum konum opinberlega áhuga á samfélagsmiðlum.

„Ég var að hitta mjög sjarmerandi náunga í fyrra. En það var eitt við hann sem fór í taugarnar á mér. Hann var alltaf að skrifa við kynþokkafullar myndir af öðrum konum: „Þú lítur vel út, stelpa!“ Við áttum mikið af sameiginlegum vinum þannig ég var alltaf að taka eftir nafninu hans og athugasemdum hans við nánast hverja einustu mynd af sætu vinkonum mínum. Ég nefndi þetta stundum við hann en hann sagðist bara vera næs gaur sem líkar við myndir hjá öllum,“ segir Jana.

„En ég myndi nú ekki segja „öllum,“ þar sem hann líkaði aðeins við myndir hjá aðlaðandi konum. Með tímanum varð ég pirraðri og að lokum varð ég svo reið að ég sprakk og lét hann heyra það. Ég sagði honum hvernig þetta léti mér líða, mér þætti þetta niðurlægjandi og mikil vanvirðing í minn garð. Ég var drukkin þegar ég lét hann heyra það og hefði vissulega getað valið betri tímasetningu. Við enduðum með að hætta saman og töluðum ekki saman í hálft ár. En það kom eitt gott út úr þessu. Hann er hættur þessari hegðun á Instagram.“

Jana segir að stundum á maður ekki marga sameiginlega vini með makanum sínum, eða jafnvel er makinn að líka við myndir hjá konum sem hvorki hann né þú þekkir. Hún segir að það sé til lausn en hún er frekar lævís og ekki endilega fyrir alla.

„Svona geturðu gert þetta, en fyrst þarftu að vera með lykilorð hans að símanum, til að komast inn í símann,“ segir hún.

Svo opnarðu Instagram.

„1. Farðu inn á prófælinn hans

2. Ýttu á línurnar þrjár uppi til hægri.

3. Veldu síðan „Your Activity“ og veldu „Likes.“

Þetta mun sýna þér hverja einustu mynd sem hann hefur líkað við. Ef þú sérð margar myndir af kynþokkafullum bikiníklæddum fyrirsætum, þá veistu það…“

Jana bendir á að það sé einnig hægt að velja „Comments“ og sjá hvort hann hefur verið að skrifa óviðeigandi athugasemdir einhvers staðar.

„En hér er stóra spurningin:  Viltu í alvöru vita það? Ég get sagt af eigin reynslu að það er sárt að sjá kærastann þinn sýna öðrum konum áhuga, sérstaklega ef fyrrverandi kærasta eða svokölluð „vinkona“ er á listanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg