Molly-Mae greindi frá sambandsslitum þeirra á Instagram rétt í þessu.
„Eftir fimm ára samband hefði mér aldrei dottið í hug að saga okkar myndi enda, sérstaklega með þessum hætti. Mér þykir ótrúlega erfitt að tilkynna að samband okkar Tommy sé búið,“ skrifaði hún í Story á Instagram.
Molly-Mae og Tommy lentu í öðru sæti í fimmtu þáttaröð Love Island árið 2019. Þau eignuðust dóttur í janúar 2023 og trúlofuðust á Ibiza síðasta sumar.