fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fókus

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fókus
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tasha Newcombe, bresk fyrirsæta og áhrifavaldur, hefur verið gagnrýnd harðlega eftir að hún opnaði sig um að hún ætti í ástarsambandi við 16 ára dreng. Tasha hefur látið gagnrýnina sem vind um eyru þjóta þrátt fyrir þá staðreynd að hann er enn barn í skilningi laganna.

Tasha er með 270 þúsund fylgjendur á TikTok og hátt í 60 þúsund fylgjendur á Instagram. Fjallað var um samband þeirra í bresku pressunni í byrjun mánaðarins og var parið í viðtali í þættinum The Blue Tick Show í vikunni þar sem hún svaraði nánar fyrir þá gagnrýni sem hún hefur fengið.

„Ég er í sambandi með einstaklingi sem er fimm árum yngri en ég og ég veit að margir hafa sterka skoðun á því. Fólk hefur rétt á að hafa sína skoðun,“ sagði hún og bætti við að kærastinn, Marko Vituk, sé mjög þroskaður miðað við aldur.

„Ég hef aldrei verið í sambandi með neinum sem er jafn blíður, elskulegur og þroskaður og hann.

Hún útskýrði að þau hefðu kynnst á netinu og hún hafi ekki reynt við hann heldur samþykkt að hitta hann og fara út að borða með honum. Eitt leiddi af öðru og eru þau elskendur í dag.

„Þetta er mitt líf og ég mun lifa því eins og mig langar. Ef ég vil vera í sambandi með honum þá get ég það því það er löglegt. Fólk getur svo haft sína skoðun á því hvort það er siðferðislega rétt.“

Sem fyrr segir hefur Tasha verið harðlega gagnrýnd og hafa sumir bent á að ef þessu væri öfugt farið, 21 árs strákur í sambandi með 16 ára stúlku, yrði allt vitlaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkona tilkynnir að eiginmaðurinn sé farinn frá henni í átakanlegri færslu

Leikkona tilkynnir að eiginmaðurinn sé farinn frá henni í átakanlegri færslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hundasamfélagið klofið eftir að maður skaut hundinn sinn sjálfur – „Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“

Hundasamfélagið klofið eftir að maður skaut hundinn sinn sjálfur – „Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?