Tasha er með 270 þúsund fylgjendur á TikTok og hátt í 60 þúsund fylgjendur á Instagram. Fjallað var um samband þeirra í bresku pressunni í byrjun mánaðarins og var parið í viðtali í þættinum The Blue Tick Show í vikunni þar sem hún svaraði nánar fyrir þá gagnrýni sem hún hefur fengið.
„Ég er í sambandi með einstaklingi sem er fimm árum yngri en ég og ég veit að margir hafa sterka skoðun á því. Fólk hefur rétt á að hafa sína skoðun,“ sagði hún og bætti við að kærastinn, Marko Vituk, sé mjög þroskaður miðað við aldur.
„Ég hef aldrei verið í sambandi með neinum sem er jafn blíður, elskulegur og þroskaður og hann.
Hún útskýrði að þau hefðu kynnst á netinu og hún hafi ekki reynt við hann heldur samþykkt að hitta hann og fara út að borða með honum. Eitt leiddi af öðru og eru þau elskendur í dag.
„Þetta er mitt líf og ég mun lifa því eins og mig langar. Ef ég vil vera í sambandi með honum þá get ég það því það er löglegt. Fólk getur svo haft sína skoðun á því hvort það er siðferðislega rétt.“
Sem fyrr segir hefur Tasha verið harðlega gagnrýnd og hafa sumir bent á að ef þessu væri öfugt farið, 21 árs strákur í sambandi með 16 ára stúlku, yrði allt vitlaust.