Benedikt Rúnar Guðmundsson og Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir eru nýtt par, en þau opinberuðu samband sitt með sambandsskráningu á Facebook í dag.
Talsverður aldursmunur er á parinu eða 24 ár, Benedikt er fæddur 1972 og verður 52 ára eftir nokkra daga og Jónbjörg er fædd 1996 eða 28 ára.
Benedikt er einn reyndasti körfuboltaþjálfari landsins en hann tók í lok maí við liði Tindastóls á Sauðárkróki. Þar áður var hann hjá Njarðvík í í þrjú ár. Hann hefur einnig þjálfað karlalið KR, Grindavíkur, Þórs Þ. og Þórs Ak. og kvennalið KR. Benedikt er einnig þjálfari kvennalandsliðsins og var valinn þjálfari ársins í Subway deild karla á lokahófi KKÍ í lok maí.
Jónbjörg útskrifaðist með BS gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2020 og stundar nám í markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur starfað sem markaðssérfræðingur hjá Datera, stafrænu birtinga- og ráðgjafarfyrirtæki.