fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 15:30

Helga Margrét Marzellíusardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var miklu meira áfall fyrir aðra. Þetta var næstum því áfall fyrir marga í þessu samfélagi sem tengdust mér bara ekki neitt og þurftu rosalega mikið að tjá sig um þetta við mig úti í búð og alls staðar,“

segir tónlistarkonan og kórstjórinn Helga Margrét Marzellíusardóttir aðspurð um hvort það hafi verið áfall að verða ófrísk aðeins  17 ára gömul, búsett í litlu samfélagi á Ísafirði.

„Það er ótrúlega fyndið hversu margir sögðu það sama við mig: Þú kemst aldrei út sem skiptinemi. Ég hafði aldrei lýst því yfir að hafa viljað fara út sem skiptinemi, aldrei við nokkurn mann,“ segir Helga Margrét í viðtali við Felix Bergsson í Fram og til baka á Rás 2.

Margt af hennar nánasta fólki hafi fagnað fréttum af óléttunni. „Það var það góða, það fylgdi mér. Þá skiptir engu máli hvað einhver segir við þig úti í búð, þegar þitt nánasta fólk styður þig og fagnar þessu,“ segir Helga Margrét.

Í viðtalinu segir Margrét Helga frá fimm kennurum sem höfðu áhrif á líf hennar í gegnum uppvaxtarárin og fram á fullorðinsár á Ísafirði, í Reykjavík og Danmörku. Hún þurfti að berjast fyrir því að fá að halda skólagöngu sinni áfram því ekki sýndu allir kennarar og starfsfólk henni stuðning.

„…það var eiginlega ekkert gaman samt í þessu litla samfélagi að eignast barn mjög ung. Ég verð eiginlega bara að segja það hreint út,“ segir Helga Margrét sem segist hafa mætt miklu mótlæti af hálfu skólayfirvalda. Hún var heima með barnið þar sem hún fékk hvorki pláss á leikskóla né hjá dagmömmu, en fékk hjálp frá fjölskyldu sinni og vinkonu.

Margrét Helga fór aftur í skólann án þess að fá leyfi til stunda námið utanskóla.

„Þá þurftu kennararnir að halda með mér og gefa ekki upplýsingar um mætingu mína. Það voru kennarar sem sannarlega héldu með mér, og ég ætla bara að segja starfsfólk. Svo var starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér.

Það sem kannski situr svolítið eftir er að það er hægt að skreyta sig með alls konar mannréttinda- og kvenréttindafjöðrum en svo þarf aðeins að standa með því og gera eitthvað í því. Það var ekki gert af sumum.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 6 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“