fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fókus

Óþekkjanleg eftir að hafa eytt milljónum í lýtaaðgerðir til að verða mannleg Barbie-dúkka

Fókus
Mánudaginn 8. júlí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin sænska Alicia Almira, sem er 31 árs og búsett í Bretlandi, hefur verið á þeirri vegferð frá því hún var 21 árs gömul að gjörbreyta sjálfri sér. Almira er gjörsamlega óþekkjanleg frá fyrra útliti, en hún segist hafa eytt um 100 þúsund pundum eða rúmlega 17 milljón króna í lýtaaðgerðir til að verða mannleg Barbie-dúkka.

„Ég hef breytt hver ég var áður til að verða plastdúkka.“

Eftir að Almira sagði upp starfi sínu í almannatengslum og flutti til London, hefur hún farið í fjölda skurðaðgerða til að breyta útliti sínu, þar á meðal nokkrar brjóstastækkanir, nefaðgerðir, fengið fylliefni í enni, í kringum augun, kinnar, kjálka. og varir, Bótox og PDO þráðalyftingu. Hún hefur einnig fengið sér fjölda húðflúra á bringu, hálsi, maga og handleggjum, fengið sér gervineglur, augnháralengingar, og gervibrúnku.

„Ég er stöðugt að verða fyrir fordómum og það þarf mikið hugrekki til að standa við það sem þú trúir á, drauma þína og lífsstíl þegar það er talið „umdeilt“ Mér finnst áhugavert að skoðanir mínar séu dæmdar sem umdeildar þegar þær eru í raun og veru langt frá því – þær eru hefðbundnar ef eitthvað er,“ segir Almira á Twitter þar sem hún svarar gagnrýni vegna útlits hennar.

Alicia Almira 21 árs gömul áður en hún byrjaði að gjörbreyta útliti sínu.

Almira, sem þénar stórfé á OnlyFans síðu sinni segist alltaf hafa laðast að öfgum og hana hafi langað til að líta út eins og „bimbó.“ „Sumir halda að ég sé klikkuð en ég sé ekki eftir aðgerðinni. Reyndar myndi ég vilja að brjóstin mín yrðu enn stærri í framtíðinni. Ég vil eins plastlega út eins og ég get og hvet aðrar stelpur til að gera slíkt hið sama. Ég held að ég muni aldrei hætta að fara í aðgerðir, þær eru svo stór hluti af mér. Bimbos eldast ekki, við erum bara að fá meira og meira plast.“

Í viðtali við Truly fyrir rúmu ári lýsti Almira því yfir að hún væri anti-feministi og sagði að konur ættu að hafna feminisma og aðhyllast kvenleikann í staðinn. 

„Ég er ekki sammála því að við [karlar og konur] ættum að vera alveg eins. Ég tel að það sé hlutverk konunnar að þóknast karlinum sínum og vera besta „Trophy wife“ sem til er. Ég elska að elda fyrir hann, þrífa húsið og fá hann til að laga bílinn og slá grasið.“

Sagði hún marga á sömu skoðun og hún, en ekki þora að segja hana upphátt af ótta við gagnrýni og fordóma.

„Ég veit að trú mín og lífsstíll er kannski ekki allra tebolli, en engu að síður stend ég við allt sem ég hef sagt. Ég trúi af heilum hug á hefðbundin kynhlutverk og ég trúi á að fagna mínum  kvenlegu eiginleikum.“

Almira segist hafa viljað breyta sér alveg frá því hún var níu ára gömul og fékk innblástur af persónunum í danska sjónvarpsþættinum King’s Girls. Uppalin í hefðbundinni fjölskyldu hélt hún útliti sínu þar til hún fór í háskóla í Kaupmannahöfn 18 ára gömul. Byrjaði hún þá að skreyta sig með húðflúrum, en síðan tóku öfgakenndari aðgerðir við.

Þegar hún var 25, sparaði hún um 3.500 pund svo hún gæti farið í brjóstastækkun og lét stækka brjóst sín úr D stærð í J stærð. Segir hún að ef börnin hennar myndu vilja fara í aðgerðir þá myndi hún styðja það val þeirra. „Ef dóttir mín vill virkilega stór brjóst og eitthvað annað, þá myndi ég fara með hana til skurðlæknis.“

Almira fyrir aðgerðir
Almira eftir aðgerðir, en hún segist alls ekki hætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara