fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Eiginkona NFL-stjörnu gagnrýnd fyrir val sitt á brúðarkjól – „Vá hvað þú ert hræðileg manneskja“

Fókus
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NFL-stjarnan Christian McCaffrey hefur komið eiginkonu sinni til varna, en hjónin gengu í það heilaga fyrr í þessari viku. Eiginkonan, Olivia Culpo, hafði verið höfð að háði og spotti á samfélagsmiðlum fyrir að klæðast kjól sem þótti of látlaus fyrir tilefnið.

Þó kjóllinn þyki látlaus þá kemur hann frá tískuhúsinu Dolce & Gabbana. Hjónin giftu sig á laugardaginn og birtust í kjölfarið myndir af kjólnum á netinu. Stílistinn Kennedy Bingham hafði kjólinn að háði og spotti á bæði Instagram og TikTok og sagði að útlit brúðarinnar hafi verið engu líkt í bókstaflegri merkingu, þ.e. verið svo látlaust og óspennandi að það hálfa væri nóg. Sakaði hún Culpo um að vera gersneydd persónuleika sem hafi endurspeglast í vali hennar á kjól.

Bingham sagði að bæði Culpo og kjóllinn væru gullfalleg. Það væri í raun ekkert að því að kjósa að klæðast íhaldssömum og látlausum brúðarkjólum en Bingham vísaði til þess að Culpo hafi í samtali við Vogue lýst því svo að hún hafi valið kjól sem væri ekki á nokkurn hátt kynþokkafullur. Þar með væri Culpo að senda skilaboð til samfélagsins að það sé rangt að klæðast þokkafullum brúðarkjólum. Hún sé því að þvinga eigin íhaldssamt viðhorf upp á aðra. Auk þess sé það mýta að konur gæti klætt kynþokka af sér. Sagan hafi ítrekað sýnt að konur eru kyngerðar alveg sama hverju þær klæðast. Bingham gerði einnig athugasemd við að Culpo hafi valið kjól frá Dolce & Gabbana en tískuhúsið sé á móti hinsegin fólki. Loks sakaði Bingham Culpo um dyggðarskreytingu.

McCaffrey hefur nú komið konu sinni til varna eftir að myndskeið Bingham fóru á flug. „En andstyggileg færsla sem þú deilir á netinu. Ég vona að þú finnir gleði og frið í heiminum, með sama hætti og fallega kona mín.“

Culpo hefur sjálf svarað Bingham fullum hálsi en hún skrifar í athugasemd við myndbandið á TikTok: „Vá hvað þú ert hræðileg manneskja. Ég vona að enginn tæti þig svona í sundur því þetta er rosalega særandi. Ég elska þennan kjól og hann var allt sem ég vildi og meira til.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kennedy Bingham (@gowneyedgirl)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð