fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Fjölmiðlakona skýtur föstum skotum á Jennifer Lopez sem hún segir vera að kafna úr stjörnustælum – „Hún er bara virkilega óviðkunnanleg manneskja“

Fókus
Sunnudaginn 9. júní 2024 19:30

Jennifer Lopez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru allir og amma þeirra á móti söngkonunni Jennifer Lopez þessa daganna, ef svo mætti segja. Hún hefur fengið harða útreið í umræðunni og meðal annars þurfti hún að hætta við fyrirhugað tónleikaferðalag þar sem fáir höfðu áhuga á að kaupa sér miða.

Nýleg heimildarmynd um líf hennar hefur fengið hræðilega dóma og svo er þess að vænta að þá og þegar muni söngkonan tilkynna skilnað hennar og leikstjórans Ben Affleck, eftir stutt hjónaband.

Nú greinir fjölmiðlakonan Meghan McCain frá neikvæðri reynlsu sinni af söngkonunni. McCain var áður einn þáttastjórnenda vinsælu spjallþáttanna The View og segir að Jennifer Lopez hafi mætt þangað með svo mikla stjörnustæla að það hálfa væri nóg. Hún deildi reynslu sinni í hlaðvarpi sínu Citizen McCain þar sem hún ræddi um óvinsældir Lopez við sjónvarpsframleiðandann Carlos King.

„Ég hef haft sömu slæmu reynslu af henni og aðrir. Ég finn til með henni því við erum á þessum tímapunkti núna þar sem tala mætti um að hún sé að verða fyrir einelti. En hún er bara virkilega óviðkunnanleg manneskja. Hún er með stærsta fylgdarlið sem ég hef nokkurn tímann séð. Meira heldur en kemur með Kim Kardashian eða forsetanum. Ég bara botna ekkert í því afhverju hún telur sig þurfa þetta.“

Þannig lýsti McCain reynslu sinni af því að fá Lopez í viðtal. McCain hafði áður greint frá því í TikTok myndbandi að hún væri ekkert spennt fyrir því að fá Lopez í viðtal, enda söngkonan í engu uppáhaldi hjá henni eftir fyrri reynslu.

McCain segir að söngkonan hafi brugðist ókvæða við þessu myndbandi og reynt að berja það í gegn að myndbandið yrði fjarlægt af netinu. Hún reyndar gætir orða sinna og segir söngkonuna hafa haft „meint“ afskipti. Myndbandið hafi verið fjarlægt skamma stund en svo tókst að fá það aftur í birtingu. Entertainment Weekly segir í yfirlýsingu að óvíst sé hvers vegna myndbandið var tekið út en eftir áfrýjun hafi það komið aftur inn.

McCain sér þó ástæðu til að halda gagnrýni sinni á Lopez áfram.

„Ég var þáttastjórnandi The View og hún var bara ókurteis. Maður þarf ekki alltaf að vera kurteis en það kemur á óvart að manneskja á borð við Kim Kardashian beri af sér meiri þokka en hún. Þegar þú mætir í þátt í 10 mínútna viðtal þá bara bítur fólk á jaxlinn. Gerir sér upp kurteisi í 10 fjandans mínútur.“

Carlos King segist þó ekki deila þessari upplifun. Hann hitti Lopez í kringum aldamótin og hún hafi komið vel fyrir.

„Hún var indæl og hafði ekki stórt fylgdarlið. Ég er samt enginn kjáni. Hún varð í kjölfarið stórstjarna. Meghan veit að ég elska Vegas. Ég fór á tónleika Lopez í Vegas og þetta er á listanum mínum yfir topp fimm tónleika sem ég hef farið á í lífinu. Hún söng og dansaði í 90 mínútur án þess að taka sér pásu. Hún leggur hart að sér og það kom mér á óvart að enginn sé að kaupa miða í dag.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gjafabréf PLAY runnu út eins og heitar lummur og kláruðust fljótt

Gjafabréf PLAY runnu út eins og heitar lummur og kláruðust fljótt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður bræddi hjörtu dómara með ástaróð til eiginkonu sinnar

Lögreglumaður bræddi hjörtu dómara með ástaróð til eiginkonu sinnar