fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fókus

Lára var að skoða Instagram þegar hún sá íslenska konu auglýsa hættulegt lyf – „Það er ástæða fyr­ir því að það er ólög­legt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2024 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, vekur athygli á brúnkuaukandi lyfi sem er verið að selja á samfélagsmiðlum hér á landi í pistli á Smartlandi.

Hún sá íslenska konu auglýsa lyfið á samfélagsmiðlum. Lyfið er ósamþykkt og varar Lára fólk við að falla ekki í þessa gryfju. Hún segir að það sé ástæða fyrir því að þessi „töfralausn“ sé ólögleg, meðal annars í öllum Bandaríkjunum, Norðurlöndunum, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

„Um dag­inn þegar ég var að skruna á Instagram hnaut ég um auglýsingu þar sem íslensk kona lofaði hástert skjótfengna brúnku sína sem hélst allt árið um kring. Með fylgdi sjálfa af konunni þar sem brúni liturinn var fangaður gegnum ljóssíu. Þú gast sent henni persónleg skilaboð til að kaupa brúnku-nefúða á tíu þúsund krónur, en tekið var fram einn til tveir ljósatímar virkjuðu brúnkuferlið,“ segir Lára.

„Húðnör­d­inn í mér sat ekki á sér og hóf strax að kanna hvort aug­un væru að nema það sem hann grunaði. Í gegn­um tíðina hef­ur þetta efni poppað reglu­lega upp í okk­ar vest­ræna heimi hvar eft­ir­spurn eft­ir skót­feng­inni brúnku er hve mest. At­hygli vek­ur að þess­ar vör­ur eru yf­ir­leitt lofaðar og seld­ar af ein­stak­ling­um á sam­fé­lags­miðlum, en einnig á lík­ams­rækt­ar­stöðvum og heilsu­lind­um. Það er nefni­lega rík ástæða fyr­ir því að þessi svo­kölluðu barbí-brúnku­lyf fást ekki á hinum al­menna markaði.“

Barbí-brúnkulyf

Lára segir að áður en lengra er haldið er vert að spyrja: Hvernig töfrar úði í nef fram brúnan húðlit?

„Mela­not­an II heit­ir virka efnið í barbí-brúnku­lyf­inu. Einnig er til Mela­not­an I sem er lyf til að meðhöndla sjald­gæf­an arf­geng­an sjúk­dóm og er ein­ung­is gefið und­ir lækn­is­hönd­um. Mela­not­an II er fram­leitt í efna­verk­smiðju og lík­ir eft­ir virkni melanocort­in horm­óna, en það eru nátt­úru­leg horm­ón sem taka þátt í ým­issi lík­ams­starf­semi, m.a. er varða orku­bú­skap, ónæmis­kerfi, kyn­getu og starf­semi hjarta- og æðakerf­is.“

Eitt af þessum hormónum sem lyfið líkir eftir er sortfrumuörvandi hormón sem er ábyrgt fyrir framleiðslu melaníns. „Sem gerir húðina brúna. Hormón þetta dugar þó ekki eitt og sér, heldur þurfa útfjólubláir geislar að skína á húðina til að kveikja á brúnkuferlinu,“ segir Lára og bendir á að fara í sólbað eða ljósabekk eykur líkurnar á húðkrabbameini.

„Í eyr­um sumra kann Mela­not­an II að hljóma sem sak­laust þar sem það lík­ir eft­ir okk­ar eig­in horm­óni, en það er ástæða fyr­ir því að það er ólög­legt í öll­um 50 fylkj­um Banda­ríkj­anna, Norður­lönd­un­um, Bretlandi, Ástr­al­íu og Nýja-Sjálandi, svo dæmi séu nefnd. Vegna víðtækra áhrifa var Mela­not­an II rann­sakað sem mögu­legt lyf við getu­leysi kvenna og ris­vanda­mál­um karla, en klín­ískri þróun hætt árið 2003. Óprófuð og ólög­gild barbí-brúnku­lyf koma þó reglu­lega í sölu á in­ter­net­inu og ósjald­an með svik­sam­leg­um hætti.“

Lífshættulegar aukaverkanir

Lára segir að sölumenn lyfsins lofa öllu fögru og greina sjaldnast frá aukaverkunum þess.

„Ójafn húðlit­ur og auk­in bletta­mynd­un er nokkuð al­gengt. Þá geta auka­verk­an­ir falið í sér bólu­mynd­un, sýk­ing­ar, óeðli­leg­an kinn­roða, ógleði, upp­köst, lyst­ar­leysi, kviðverki og langvar­andi sárs­auka­fulla standpínu hjá körl­um. Lífs­hættu­leg­um ein­kenn­um hef­ur verið lýst, svo sem brjóst­verk­ur, andnauð, rá­kvöðvaleys­ing, nýrna­bil­un og heila­kvilli með sjóntrufl­un­um, krampa, höfuðverk og breyttri vits­muna­getu. Þá hef­ur til­fell­um sortuæxla verið getið, sem hafa mynd­ast til­tölu­lega fljótt eft­ir fyrstu notk­un. Eng­ar rann­sókn­ir eru til um áhrif efn­is­ins til lengri tíma.“

Þar að auki er ekkert eftirlit með lyfinu og þá er ómögulegt að vita hvað leynist í því. Hún ráðleggur fólki að nota frekar brúnkukrem ef það vill dekkja húðlitinn. „Auk þess má styðja við fal­leg­an og heil­brigðan húðlit með ákveðinni nær­ingu.“

Pistilinn má nálgast í heild sinni hér auk heimildanna sem Lára vísar í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa