fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Simma heitt í hamsi þegar talið barst að Svövu – „Hún er tekin þarna í viðtal í geðshræringu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2024 13:41

Simmi Vill tekur upp hanskann fyrir Svövu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina kviknaði eldur í þaki Kringlunnar og kom verslunin Gallerí 17 verst út úr brunanum. Svava Johansen, eigandi NTC og Gallerí 17, sagði í viðtali hjá Stöð 2 sama dag og bruninn varð:

„Þetta var bara eins og hryðjuverk, þetta var skelfilegt. Það var allt í reyk og maður gat ekki séð svona tvo metra fyrir framan sig.“

Orðanotkun hennar vakti mikla reiði en Vísir birti viðtalið með fyrirsögninni: „Þetta var bara eins og hryðjuverk.“

Sjá einnig: Orðanotkun Svövu í 17 vekur úlfúð

Fjölmiðlamennirnir Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, og Hugi Halldórsson ræddu um málið í nýjasta þætti af hlaðvarpinu 70 mínútur.

„Það sem gerist er að reksturinn fer á hliðina [eftir brunann] […] maður fékk alveg svona hland fyrir brjóstið því maður veit að þarna eru margir atvinnurekendur nýkomnir með sumarvörurnar og lagerinn fullur og það gerðist til að mynda… mesta tjónið var hjá Svövu í 17. Og hvað gerist? Hún er tekin þarna í viðtal í geðshræringu á staðnum og leyfir sér að segja að aðkoman hafi verið eins og hryðjuverk. Sem er kannski bara það sem maður segir. Þetta var hræðileg aðkoma. Og að sjálfsögðu var eitthvað fólk sem var alveg brjálað yfir því að hún skyldi voga sér að segja hryðjuverk! „Bara veit hún ekki hvað þetta er!“ Kommentakerfið fór alveg á milljón: „Hvernig leyfir hún sér að segja þetta?!“ segir Simmi og er orðið heitt í hamsi.

„Svava í 17 hefur aldrei upplifað hryðjuverk,“ segir Hugi og Simmi skýtur inn í: „Ekki heldur fólkið sem er að gagnrýna hana fyrir að segja þetta.“

„Sem betur fer hafa mjög fáir upplifað hryðjuverk […] En það er verið að fremja hryðjuverk núna, ef kalla má stríðið í Palestínu hryðjuverk.“

„Þjóðarmorð,“ segir þá Simmi.

Tilbúinn að veðja milljón

„Ég myndi setja milljón á Coolbet á stuðlinum 0,2 að einhver af þeim sem kommentuðu á þetta hafi aldrei komið að hryðjuverki. Það er verið að kasta steinum úr glerhúsi […] Ég fyrirgef Svövu þetta hundrað prósent þó að þetta sé auðvitað ekki eins og að koma að hryðjuverki, ekkert mannslát. En aðkoman var pottþétt eins og það hafi sprungið og allt í leka og allt í rugli.“

„Það eru fleiri á þínu máli,“ segir Hugi og heldur áfram: „Sko, hún hefði alveg getað vandað orðavalið betur því umræðan í þjóðfélaginu… ef þú vilt vera einhver woke pc-ismi, þá er orðalagið hryðjuverk ekki kúl núna.“

Sjá einnig: Fjölmargir koma Svövu í 17 til varnar – „Skammist ykkar“

„Ég þori líka að veðja að megnið af þessu fólki [sem var að gagnrýna hana] hefur aldrei verið í beinni útsendingu og fengið hljóðnema framan í sig og þurft að svara einhverri spurningu sem það vissi ekki hver væri,“ segir Simmi.

„Svava í 17 er búin að vera í fjölmiðlum í 25 ár,“ segir þá Hugi. „Við tókum viðtal við hana árið 2000.“

Þeir ræða þetta nánar í þættinum sem má hlusta á hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa

Maðurinn sem var fyrirmyndin að Stjána bláa
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 6 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“