fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fókus

Maríanna segir að hún sé ekki grey þó það hafi verið haldið framhjá henni – „Ég er bara kona sem valdi rangan maka“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2024 11:02

Maríanna Pálsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maríanna Pálsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur og eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, hefur lent í því oftar en einu sinni að maki hélt framhjá henni. Hún ræddi um framhjáhöld í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Maríanna hefur aldrei haldið framhjá en segir að hún hafi margoft lent í því að maki hennar haldi framhjá. Um tíma hélt hún að hún væri vandamálið og að þetta hefði eitthvað um hana að segja. Með sjálfsvinnu og aðstoð fagaðila lærði hún að svo er ekki.

„Málið er að framhjáhöld hafa ekkert með konuna sem haldið er framhjá eða manninn sem haldið er framhjá að gera. Það hefur ekkert að gera með okkur sem höfum lent í því,“ segir Maríanna í Bítinu á Bylgjunni. Vísir greinir frá.

„Og ég held að umræðan þurfi einmitt svolítið að breytast með það. Þegar það var haldið framhjá mér var alltaf sagt: „Æ, greyið þú.“ Og ég alveg bara: „Æi, já,“ og fór í einhvern fórnarlambsgír.“

Maríanna segir að þegar betur er gáð þá er hún ekkert grey. „Ég er bara kona sem valdi rangan maka.“

Maríanna Pálsdóttir. Mynd/Ásta Kristjáns

Fór snemma yfir þetta

Fyrir Maríönnu hefur það alltaf táknað endalok sambands hennar þegar hún hefur komist að framhjáhaldi þáverandi maka. Í dag er hún í sambandi og fór mjög snemma yfir þessa hluti með honum.

„Ég er bara með prinsipp, gildi í lífinu, þú ferð bara ekki yfir þessa línu […] Ég sagði: „Ég er ekki manneskja sem vill deila þér með annarri konu, ég er ekki tilbúin að fara inn á einhverja klúbba og stunda kynlíf með fullt af fólki.“

Þekkir merkin vel

Maríanna segist þekkja merki framhjáhalds vel. Eins og ef makinn fer að vera fjarlægur, byrjar að fela símann sinn, þá eru það sterkar vísbendingar um að eitthvað sé í gangi. Hún segir einnig að orkan í sambandinu breytist.

Hún hvetur fólk sem grunar maka sína um eitthvað misjafnt að ræða það við þá, ræða það við fjölskyldu sína og vini. En fólk á það gjarnan til að halda þessu leyndu

„Talaðu um þetta, ekki birgja þetta inni. Ekki bera þennan þunga kross innra með þér, talaðu um þetta við fjölskylduna þína og ekki…í rauninni ekki vera svo sjúklega meðvirkur makanum þínum sem er að meiða þig að þú ætlar að vernda hann frá sannleikanum,“ segir hún.

Maríanna segir að það sé mikilvægt fyrir pör að ræða það strax í upphafi sambands hvað framhjáhald er í þeirra augum. Fólk hefur ólíkar skoðanir um hvað telst sem framhjáhald, til dæmis þykir sumum ekkert tiltökumál að maki þeirra líkar við myndir annarra á samfélagsmiðlum á meðan aðrir líta á það sem svik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa