fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Aðdáendur Bridgerton ekki sáttir með breytingar í nýjustu þáttaröðinni – „Ég ætla að hætta að horfa“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2024 15:30

John Stirling og Francesca Bridgerton leikin af Victor Alli og Hannah Ford.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðja þáttaröð hinna vinsælu Bridgerton hefur glatt ótal marga aðdáendur, en þáttaröðin kom inn í tveimur hlutum, fyrri þættirnir fjórir þann 13. maí og seinni fjórir þann 13. júní.

Þáttaraðirnar eru gerðar eftir vinsælum og samnefndum bókum Juliu Quinn. Bækurnar eru átta talsins, jafn margar og Bridgerton systkinin og er eitt systkini í forgrunni í hverri bók. Í þessari þáttaröð er einblínt á þriðja elsta systkinið, Colin, og vinkonu hans sem býr í húsinu á móti, Francescu Fetherington, sem er sú yngsta af þremur systrum.

Eins og vera ber fléttast aðrar persónur þáttanna inn í, þar á meðal systir Colin, Francesca, sú þriðja yngsta af systkinahópnum.

Höskuldarviðvörun……..ef þú ert ekki búinn að horfa á þættina (eða lesa bækurnar) og ætlar þér að horfa. 

Í lok þáttaraðarinnar giftist Francesca, sem leikin er af Hönnu Dodd, John Stirling og í lokaþættinum þar sem þau eru að kveðja fjölskylduna og halda til heimilis Stirling í Skotlandi, hittir Francesca frænku Stirling, Michaelu.

Atriðið er 30 sekúndur að lengd og má sjá Francescu stama orð sín og muna varla nafn sitt eftir að Michaela hefur kynnt sig. 

Michaela er leikin af Masali Baduza

Þeir sem ekki hafa lesið bækurnar hnjóta líklega ekkert um þetta stutta atriði, en margir harðir aðdáendur bókanna hafa sett út á atriðið. Af hverju? Jú í bókunum er Michaela Michael, og Francesca og Michael hefja ástarsamband eftir að eiginmaður hennar Stirling deyr.

Kynjaskiptin eru þannig breyting sem aðdáendur áttu ekki von á og margir urðu fyrir vonbrigðum og eru ekki sáttir.

Jess Brownell einn framleiðanda Bridgerton segir frá ferlinu á bak við þessa breytingu og segir áætlanir um fleiri breytingar til að innleiða LGBTQIA+ samfélagið, hinsegin einstaklinga, inn í þættina.

„Þegar við fórum að tala um hinsegin framsetningu í þættinum, byrjuðum við á umræðu um að þetta væri þáttur um hamingjusöm endalok og að við höfum ekki áhuga á hinsegin áföllum (e. trauma), að við viljum endilega sjá hinsegin gleði,“ segir Brownell við Variety. „Og ef við ætlum að segja hinsegin sögu, þá viljum við finna leið til að sagan fái hamingjusaman endi. “

„Þú átt eftir að sjá meira af Michaela í næstu þáttaröð. Ég get ekki greint frá hversu mikið við munum sjá af henni bara svo ég sé ekki að segja of mikið frá hvert við ætlum með söguna. En það verður samband á milli Michaelu og Fran, eins og er í bókunum,“ sagði hún við Entertainment Weekly.

Eftir að seinni hluti þriðju þáttaraðar kom út síðastliðinn fimmtudag, fóru aðdáendur á samfélagsmiðla til að deila skoðunum sínum og margir voru andvígir þessari breytingu.

Það er þó ekki bara kynjabreytingin sem aðdáendur eru ósáttir við. Í bókunum glímir Francesca við ófrjósemi og þá sársaukafullu reynslu sem margar konur standa frammi fyrir þegar þær reyna að verða óléttar.

„Ég mun hætta að horfa eftir þriðju þáttaröð,“ sagði einn. 

„Þetta er ömurlegt! Ég var svo hrifin af gaurnum sem hún endar með á endanum í bókinni! Ég hlakkaði til að sjá hvern þeir myndu velja til að leika hann! Það var svo mikil kemestría á milli þeirra í bókunum,“ sagði annar. 

„Þessi þáttaröð var svo leiðinleg að ég þurfti að pína mig til að horfa á. Bækurnar eru hvort sem er svo miklu betri, ég vil frekar lesa alla seríuna aftur,“ sagði sá þriðji.

„Ég er ekki ánægður með þessa breytingu. Saga Michael og Francescu er ein sú besta í seríunni. Svo mikil vonbrigði ef þeir halda áfram með þetta,“ skrifaði sá næsti.

„Þessi breyting eru mikil vonbrigði. Söguþræði Francescu var loksins ætlað að segja sögu kvenna sem glíma við frjósemisvandamál, stór hópur sem sjaldan er sýnilegur eða fjallað um í meginstraumi.“

Margir hafa ekkert á móti breytingunni

Aðrir létu þessa breytingu þó ekkert trufla sig og voru fylgjandi henni.

„Ég sé ekki hvernig það að skipta um kyn heilrar persónu er ekki þegar mikil breyting,“ sagði einn. „Þetta er fegurðin við sjónvarpsþætti, þeir eru aðlögun! Þetta er ekki nákvæmlega eins og bækurnar því Shonda Rhimes [framleiðandi þáttanna] er að gera þetta eins og hún vill. Ef þér líkar það ekki skaltu ekki horfa á þættina og halda þig við bækurnar,“ sagði annar. 

„Mér finnst svo furðulegt að fólk komist í uppnám yfir breytingum eins og kynjaskiptum, en virðist vera alveg sama um að lykilpersónu (eins og Colin sem er með ansi alvarleg reiðivandamál og á mörkum þess að vera ofbeldismaður) sé breytt í þáttunum.“

„Ég er með sama hvað gerist. Bækurnar eru grunnur að þáttunum. Þeir geta breytt því sem þeir vilja breyta,“ sagði annar. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð