fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Ef Brynjar myndi stofna fyrirtæki þá myndi hann ráða þennan hóp af fólki – „Eiginlega af prinsipp ástæðum“

Fókus
Miðvikudaginn 19. júní 2024 08:48

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson segir frelsi einstaklingsins á miklu undanhaldi í samfélaginu og kerfið sé orðið að hálfgerðu skrímsli. Brynjar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir einstaklinginn meira og minna orðinn að tannhjóli í ríkisvélinni og að allir eigi að hafa sömu skoðun og hlýða.

„Kerfið er að verða svo stórt og mikið að einstaklingurinn er að hverfa. Svo er að verða til samkurl ríkisvalds og stórfyrirtækja, sem gerir stöðuna enn umhugsunarverðari. Einstaklingurinn, ég og þú og aðrir, þeir skipta engu máli lengur. Þeir eru bara tannhjól í ríkisvélinni og einstaklingurinn er hættur að skipta máli. Það er stöðugt verið að sauma meira að frelsi einstaklingsins og þess vegna er ekkert pláss fyrir fólk sem er með aðrar skoðanir en þá einu réttu hverju sinni. Þá er það bara kallað hatursorðræða eða upplýsingaóreiða. Ríkisvélin verður að malla og fólk á bara að vera hlýðið. Svo bætir það ekki úr skák að allir fjölmiðlarnir eru nánast ríkisvæddir með einum eða öðrum hætti, sem þýðir enn minna aðhald við ráðandi öfl. Svo eru stjórnmálaflokkarnir líka ríkisstyrktir og ríkisvæddir. Það er annar angi af þessu. Hvert erum við eiginlega komin?“

Vill ráða fórnarlömb slaufunar

Brynjar hefur sterkar skoðanir á umræðu um hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu og segir hana markast af skorti á frelsi og umburðarlyndi. Ákveðinn hópur geti ekki sætt sig við að uppi séu ólíkar skoðanir í samfélaginu.

„Í grunninn er mannsskepnan alltaf eins og þó að það hafi orðið miklar tækniframfarir og velferð sé orðin meiri, þá er lýðræðið alltaf reglulega í hættu af því að ákveðnir hópar vilja stýra öðrum og nota til þess ofbeldi ef út í það er farið. Ég held að upp til hópa sé fólkið sem vill pína aðra í sömu skoðanir hreinlega stíflað af frekju og er í raun að beita sömu aðferðum og krakkarnir sem lömdu aðra krakka með skóflum í sandkassanum og lögðu í einelti. Það að geta ekki sætt sig við að aðrir séu með aðra lífssýn og aðrar skoðanir er sérstök leið til þess að lifa,“ segir Brynjar og heldur áfram:

„Ef ég væri að reka fyrirtæki og væri með 100 manns í vinnu, þá myndi ég fyrst og fremst ráða fólk sem hefur orðið fórnarlömb slaufunar og „woke“ hugmyndafræði. Eiginlega af prinsipp ástæðum. Þetta gengur svo langt og mönnum finnst þeir göfugir þegar þeir eru að vinna í því að eyðileggja líf fólks. Hvert erum við komin þegar fólk slær sér á læri fyrir að ráðast á aðra á internetinu. Þetta er ekkert annað en fasismi í nýrri mynd. Þetta gerist hjá okkur í lýðræðisríki og svo koma bara háværir hópar sem ógna öllum og langflestir beygja sig bara og þora ekkert að segja. Fólkið sem heimtar slaufun og vill að allir séu sammála er sama fólkið og notar mannréttindi í öðru orði. Svo eru allir sem eru ósammála bara kallaðir hægri öfgamenn og þá þarf ekkert að ræða það frekar. Flest allir fastistar í gegnum tíðina hafa verið uppfullir af góðum málstað, en það er nýtt að nota orðið mannréttindi í tíma og ótíma þegar þú ert í grunninn bara að ráðast á aðra og reyna að skemma fyrir fólki. Það er búið að snúa öllu á haus bara til þess að stoppa málfrelsi. En ég trúi ekki öðru en að flest allt venjulegt fólk sjái hvers konar vitleysa þetta er.“

Fólk mishrifið af skoðunum hans

Brynjar nýtur talsverðra vinsælda á samfélagsmiðlum, þar sem hann tjáir sig reglulega um menn og málefni. En það er líka hópur fólks sem er alls ekki hrifinn af skoðunum hans.

„Ég segi alls ekki allt sem ég er að hugsa á netinu, þó að það sé ákveðinn hópur sem er mjög ósáttur við mig. Ég reyni að beina orðum mínum helst bara að þeim sem hafa sjálfir verið að hjóla í aðra á netinu. Það kemur fyrir að mér blöskrar svo gjörsamlega ofstopinn í ákveðnu fólki að ég lít svo á að það sé réttlætismál að segja það sem mjög margir eru að hugsa, en fáir þora kannski að segja,“ segir Brynjar, sem er ekki hrifinn af þeirri þróun að umburðarlyndi gagnvart ólíkum skoðunum sé á undanhaldi.

„Mér finnst umburðarlyndi orðið mun minna en það var. Sú hugsun virðist vera orðin ríkjandi að ef þú ert ekki sammála mér, þá sértu óvinur minn. Það  kann ekki góðri lukku að stýra. Við verðum að hafa rými til að vera stundum ósammála í frjálsu samfélagi. Ef það er farið beint í þessa hugsun um að þeir sem eru ósammála séu óvinir og vont fólk er erfitt að finna leiðina til baka.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Brynjar og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara