fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fókus

Hundabrandari Hugrúnar slær í gegn á heimsvísu og ratar í heimsfréttirnar

Fókus
Þriðjudaginn 18. júní 2024 08:30

Hugrún Hannesdóttir Mynd/Tiktok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandari sem Hugrún Hannesdóttir birti á Tiktok á dögunum hefur slegið rækilega í gegn og fengið um fjórar milljónir áhorfa. Hugrún, sem er 27 ára gömul, er búsett í Bandaríkjunum ásamt kærasta sínum, Sindra Andrasyni.

Bandaríski miðillinn Newsweek fjallaði um um færsluna en í henni má sjá Hugrúnu vakna upp að værum blundi í Teslu-bifreið parsins og átta sig á því að Sindra er hvergi að sjá. Hann hafði þá brugðið sér inn í nærliggjandi verslun en passað upp á kærustuna. „Hann setti mig á hundastillinguna,“ segir Hugrún hálfhneyksluð í myndbandinu en vísar þá til eiginleika í Teslubifreiðum sem á að gera fólki kleift að skilja hunda sína eftir í bílnum í stutta stund. Stillingin sér til þess að loftkæling sé í bílnum og eigandinn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að gæludýrið stikni inni í bílnum en slík slys eru því miður alltof algeng vestra.

Hefur það vakið mikla lukku að stillingin henti ekki síður fyrir sofandi kærustur sem og ferfætlinga.

Í viðtali við Newsweek segir Hugrún að kærasti sinn sé almennt afar umhyggjusamur en tilgangur verslunarstoppsins var að kaupa batterí fyrir lyklakippu hennar. Hefur athugasemdum rignt inn þar notendur segja meðal annars að Sindri sé úrvals eiginmannsefni.

Parið flutti til Bandaríkjanna til að sækja þar nám í Carnegie Mellon-háskólanum. Útskrifuðust þau bæði árið 2022 en hafa ílengst ytra. Hugrún starfar í dag hjá stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, EA Games, sem einn af yfirmönnum gagnaöryggis.

Hugrún og Sindri eru í námi í Bandaríkjunum

Hér má sjá Tiktok-færslu Hugrúnar:

@zacperian I am not a passenger princess, i am apparently a passenger b**ch✨#tesla #dog #fyp #pov #sleep #nap #passengerprincess ♬ Passenger Puppy – Hugrun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því

Maðurinn sem borðaði heila flugvél – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“

Ozzy er kominn með nóg af myndböndum Britney – „Hvern einasta helvítis dag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 6 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri