fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Þessi óvæntu karaktereinkenni gætu bent til þess að þú hafir háa greindarvísitölu

Fókus
Mánudaginn 17. júní 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverra hluta vegna þykir það eftirsóknavert að vera greindur. Þó að ýmislegt bendi til þess að það sé einfaldlega bölvuð áþján þá eru hér nokkur karaktereinkenni sem geta bent til þess að þú, eða einhver sem þú þekkir, sé með háa greindarvísitölu.

Hógværð

Rannsóknir hafa sýnt að nemendur sem eiga létt með skólaverkefni sín vanmeti getu sína á meðan að þeir sem eru í basli við námið telji sig klárari en þeir eru. Hátt hreykir heimskur sér!

Bölvað og ragnað

Flestir tengja dónalegt orðalag ekki beint við greinda einstaklinga. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á það að fólk með háa greindavísitölu er líklegra til að nota blótsyrði í gríð og erg til að koma skilaboðum sínum á framfæri með beinskeittum hætti.

Samkennd

Í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum nútímans eru gáfaðir einstaklingar oft látnir vera frekar hranalegir og skorta mýkt í mannlegum samskiptum. Í raunveruleikanum er það fjarri lagi því það er einkenni á ljóngáfuðum einstaklingum að þeir hafa mikla samkennd.

Sjálfstjórn

Fólk með háa greindavísitölu hefur betri tök á hvatvísi sinni en aðrir og er betra í að skipuleggja sig, setja sér markmið og fylgja þeim eftir.

Forvitni

Mikil forvitni einkennir oft þá sem hafa háa greindarvísitölu. Það tengist að öllum líkindum óseðjandi þekkingarþrá þessa hóps.

Minna fyrir félagslíf

Þeir sem hafa háa greindarvísitölu eru síðir gefnir fyrir það að skella sér út á lífið og skemmta sér. Þeir geta alveg haft ánægju af því í hófi en oft líður þessum einstaklingum ekki síður vel í góðum félagsskap með sjálfum sér.

Allt á hvolfi

Óreiða á borði var oft sögð benda til óreiðu í huganum en rannsóknir benda til annars. Greindir einstaklingar eru líklegri til að vera með allt á hvolfi í kringum sig.

Nátthrafnar

Árrisular A-týpur eru í hávegum hafðar í samfélagi okkar en ýmislegt bendir til þess að þau greindustu meðal okkar séu líklegri til að vaka langt fram eftir og sofa út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“