fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Tekur saman 20 ára sögu Séð og Heyrt – „LP-platan kom aftur, af hverju skyldi Séð og Heyrt ekki koma aftur?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júní 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk áhuga á þessu í fyrra og hitti blaðamann sem hafði unnið á blaðinu og hann fór að segja mér sögur og ég hugsaði þetta: „Ef þetta er ekki sjónvarp þá er ekkert sjónvarp. Þá er bara stillimynd,““

segir Þorsteinn J. VIlhjálmsson sem vinnur nú að sex þáttaröð um tímaritið Séð og Heyrt sem kom út á árunum 1996-2016. Þorsteinn var gestur Heimis Más og Lilju Katrínar í morgunþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun.

„Blaðið kom fyrst út 1996, tímaritaútgáfan setur þetta í gang með tveimur ritstjórum Bjarna Brynjólfssyni og  Kristjáni Þorvaldssyni. Fyrsta tölublaðið var Ólafur Ragnar og Dorrit á forsíðu. Síðan þróast blaðið mjög mikið á þessum 20 árum. Síðustu árin voru erfið þegar internetið er komið til sögunnar.“

Þorsteinn segir að í hverjum þætti eða mynd sé fjallað um einstaka vinkla. Hann hefur tekið viðtöl við fjölda starfsmanna. 

„Við megum ekki gleyma því að Séð og Heyrt kemur út á íslandi 1996. Eru 40 raunverulega frægir á Íslandi? Þetta er sett í gang í minisamfélagi og umfjöllunarefnið og sögusviðið er Reykjavík city og svo Los Angeles og Hollywood sem er alveg galið, að við séum með þetta tvennt. Annars vegar okkur fræga fólkið sem er ekkert frægt í raun og veru. Og síðan er annað sem er áhugavert að það er fullt af fólki sem er ekki frægt en varð frægt í Séð og Heyrt og fékk þarna platform. Ég get nefnt helling af dæmum, eins og Fjölnir Þorgeirsson sem er í fyrsta blaðinu og hann er bara í öllum blöðunum að byrja með og hætta með. Ásdís Rán, hún segir sjálf að blaðið og hún hafi búið til Ice Queen.“

Segir hann ritstjórana hafa lagt upp með að gera lífið skemmtilegra. „Tobba Marinós vann um tíma á Séð og Heyrt og hún orðaði þetta skemmtilega í viðtali: „Í Séð og Heyrt voru bara allir æðislegir, og það var línan, jákvætt, skemmtilegt og æðislega spennandi. Þeir búa til nýtt tungumál sem er ofur þetta, ofurlæknirinn, ofurfyrirsætan, ofurparið.“

Þorsteinn segir fyrirsagnirnar á heimsmælikvarða og mikið lagt í þær samkvæmt forskrift danska Se og Hör. „Það eru þessar fyrirsagnir sem standa eftir og hér er ein af handahófi:  Hver svaf hjá Superman?

Það sem mig langar líka að gera er að tengja þessar myndir sem ég er að framleiða við þá sem lásu blaðið. Þá sem voru í blaðinu, þá sem voru ekki í blaðinu, þá sem hafa einhverja sögu að segja af blaðinu sem er jákvæð og skemmtileg eða neikvæð. Mér finnst vanta þetta inn í þessa heimsmynd Séð og Heyrt að það er ekki bara ritstjórnin eða blaðamenn, það eru líka þeir sem lásu blaðið eða lásu ekki blaðið og hafa skoðun á því. Þess vegna langar mig að fá fólk til að hafa samband við mig.“

„Þetta er svona nútíma sagnfræði,“ skýtur Heimir inn í.

„Þetta er það og það er það sem vakti áhuga minn. Þetta er mjög sterkur samfélagsspegill og það er skemmtileg mótsögn í því að Séð og Heyrt er geymt á þjóðskjalasafninu, Það er innbundið í svörtum möppum með gylltum kili. Og handritin í næsta herbergi.“

Lilja Katrín, sem var blaðamaður og ritstjóri á Séð og Heyrt, spyr Þorstein„af hverju allir voru svona æðislegir af hverju sumir hafi ekki verið sáttir við Séð og Heyrt.“

„Út frá mínu sjónarhorni ef þú ert í fjölmiðlum eða að reyna að vekja athygli á þér á einhvern hátt þá ertu bara opinber persóna og það má fjalla um þig, ég lít þannig á það. Og þeir [ritstjórarnir] litu þannig á það líka ef fólk var að skilja og var opinber persóna, þá mátti segja frá því. Og blaðamennirnir leggja áherslu á að það var hringt í viðkomandi, við ætlum að fjalla er þetta, þetta rétt eða ekki rétt. Það gefur fjölmiðli eins og Séð og Heyrt ákveðið leyfi eins og ég sé það til að fjalla um opinberar persónur og ég, ekki frekar en einhverjir aðrir, geri athugasemd við það. Svo getur verið að þér finnist umfjöllunin ekki tímabær eða hún eigi ekki rétt á sér og hvað gerist þá? Á blaðið að birta eða á blaðið ekki að birta? Þetta svarar ekki spurningunni, en þeir sem eru ekki sáttir eru auðvitað þeir sem var fjallað um en vildu ekki vera í blaðinu, en það um leið, segja blaðamennirnir, var verðmætasta efni blaðsins. Bestu forsíðurnar voru þeir sem vildu ekki vera í Séð og Heyrt, það seldi blaðið.“

Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í vetur og segir Þorsteinn að það sé gaman að setja efnið saman. Þeir sem eru með upplifun af Séð og Heyrt fyrir utan ritstjórnina geta haft samband við Þorstein í gegnum Facebook  eða fundið hann á ja.is.

Lilja Katrín spyr Þorstein hvort svona blað gæti lifað í dag og segir hann suma blaðamenn segja já og aðra nei. „Eiríkur Jónsson fyrrum ritstjóri segir að internetið hefði drepið Séð og Heyrt og ég er svolítið sammála því. Þegar internetið blæs út þá þurfa þeir sem vilja komast í fjölmiðlana ekki lengur á fjölmiðlunum að halda, þeir eru bara með sitt eigið platform, sinn eigin fjölmiðil. En LP-platan kom aftur, af hverju skyldi Séð og Heyrt ekki koma aftur?“

Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fatnaður fegurðardrottningar falur

Fatnaður fegurðardrottningar falur