fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

Svavar fékk heilablóðfall fyrir tveimur árum – Tók tíma að vinna úr andlega áfallinu

Fókus
Mánudaginn 10. júní 2024 13:20

Svavar Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Svavar Viðarsson fékk heilablóðfall fyrir tveimur árum vegna hjartagalla. Hann gekkst undir hjartaaðgerð þar sem var lokað á milli hjartahólfa. Hann segir að erfiðast hafi verið að gera upp andlega áfallið við að veikjast á þennan hátt.

„Svona eftir á að hyggja þá var andlega áfallið enn meira en það líkamlega og var ég talsverðan tíma að vinna úr því hversu tæpt þetta stóð og hvernig lífið getur breyst á örskotstundu,“ segir Svavar.

„Þá fer maður svolítið að horfa inn á við, einfalda líf sitt og hugsa meira um virðið í litlu hlutunum. Ég fór markvisst í þá vinnu með mínum nánustu og gera upp önnur mál í leiðinni og taka mér stöðu. Það hefur einnig kostað mikið en svona er það stundum að það er til hins betra. Ég hef alltaf verið mjög bjartsýnn og glaðlyndur og finnst læknandi að gera upp kafla í mínu lífi með því að skrifa, semja og gefa út tónlist og vera í flæðinu og það þarf mjög mikið til að hagga mér, ég læt alltaf hjartað ráða för.“

„Aðeins eitt“

Nýlega gáfu tónlistarmennirnir Svavar og Magni út nýja lagið sitt „Aðeins eitt.“ Lagið er hvetjandi lag sem fjallar um að sleppa takinu á fortíðinni, umfaðma hamingjuna í núinu og horfa fram á við. Lagatextinn undirstrikar fegurð þess að deila bæði brosi og tárum og minnir okkur á að þegar við látum hjörtu okkar ráða munum við aldrei tapa. Lífið er of stutt fyrir eitthvað minna.

„Aðeins eitt“ er annað samstarfsverkefni Svavars og Magna, eftir útgáfuna „Ekkert hefur breyst“ sem kom út í fyrrasumar og hlaut sæti á vinsældarlista Rásar 2.

Svavar sá um lag, texta og útsetningu. Hér að neðan má sjá hverjir fleiri komu að laginu.

Magni Ásgeirsson (Söngur), Vignir Snær Vigfússon (Rafmagns- og kassagítar, útsetningar, upptökustjórn og hljóðblöndun), Benedikt Brynleifsson (Trommur), Helgi Reynir Jónsson (Hljómborð), Erna Hrönn Ólafsdóttir (Bakraddir) og Skonrokk Studios/Sigurdór Guðmundsson (Hljómjöfnun).

Hlustaðu á lagið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fatnaður fegurðardrottningar falur

Fatnaður fegurðardrottningar falur