fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Fókus
Föstudaginn 6. desember 2024 08:51

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég og frænka mín eigum í leynilegu ástarsambandi. Ég er smeykur um að einhver muni sjá nektarmyndirnar sem hún tók af mér.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land. Maðurinn er 23 ára og frænka hans er 24 ára. Þau hafa alla tíð verið náin og hann segir að þau óttist viðbrögð fjölskyldunnar.

„Fjölskylda okkar og vinir munu aldrei skilja þetta, ef þau komast að því að við séum saman munu þau örugglega loka á okkur.

Við eyddum miklum tíma saman þegar við vorum yngri þar sem fjölskyldur okkar eru nánar. Við urðum góðir vinir og síðan þegar við urðum unglingar byrjuðum við að kyssast og gera aðra hluti saman.

Við vissum að við værum að gera eitthvað rangt og hættum því.“

En eitthvað breyttist síðastliðið ár. „Við erum hrifin af hvort öðrum og gátum ekki bælt tilfinningar okkar lengur niður. Við byrjuðum saman og fórum að eyða miklum tíma saman. Hvorugt okkar býr í foreldrahúsum þannig fjölskyldur okkar hafa ekki hugmynd.

Mér hefur aldrei liðið svona áður, kynlífið er stórkostlegt, við pössum svo vel saman. Þetta er svo náttúrulegt.“

En hér kemur vandamálið sem hann leitar ráða við.

„Fyrir nokkrum vikum vorum við í rúminu og hún bað um að fá að taka nektarmyndir af mér með símanum. Ég sagði já og þetta var frekar gaman og spennandi. Hún lofaði að eyða myndunum en um daginn viðurkenndi hún að hún væri enn með myndirnar á símanum því henni þætti svo gaman að skoða þær þegar hún er ein.

Síðan þá hef ég verið frekar stressaður. Ég er ekki smeykur um að hún sendi einhverjum myndirnar, hún myndi ekki gera það, en hvað ef hún týnir símanum sínum? Eða hvað ef einhver, vinkona hennar eða systir hennar, er að skoða myndir í símanum hennar og sér nektarmyndirnar?

Hún segir að ég sé að vera kjáni en þetta yrði versta mögulega leiðin fyrir fjölskyldu okkar að komast að því að við séum saman.“

Ráðgjafinn svarar:

„Þú ert ekki að vera kjáni. Maður tekur alltaf áhættu þegar maður leyfir annarri manneskju að taka nektarmyndir af manni.

Ef þér líður óþægilega þá skaltu biðja hana um að eyða myndunum. Hún ætti að sýna þér skilning og virða áhyggjur þínar, þó að hún sé ekki sammála.

Varðandi samband ykkar, þið eruð ekki að gera neitt rangt. Það er ekki ólöglegt að vera í sambandi með frænku sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi