fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Hafa miklar áhyggjur af rapparanum eftir að hann kom fram á tónleikum um helgina

Fókus
Mánudaginn 2. desember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur bandaríska tónlistarmannsins Dave Blunts hafa lýst miklum áhyggjum af heilsufari hans eftir að hann kom fram á tónleikum í Chicago síðastliðinn laugardag.

Blunts, sem heitir réttu nafni Davion Blessing, er 23 ára gamall en hann kom fram á tónleikum sem haldnir voru til heiðurs rapparanum Juice WRLD sem lést árið 2019, nokkrum dögum eftir 21 árs afmælið sitt.

Eins og sést á myndinni hér að ofan og myndbandinu hér að neðan var Blunts með súrefniskút á sviðinu og þá þurfti hann að sitja í sófa á meðan hann flutti lag á tónleikunum.

Blunts glímir við mikla offitu og lét tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hann heyra það á dögunum þegar hann kom fram á öðrum tónleikum fyrir skemmstu og flutti lag sitt, I Can‘t Put Down the Cup. Sagði Snoop að hann ætti að leggja frá sér kjúklingavængina.

Aðdáendur rapparans unga, sem er með 240 þúsund fylgjendur á Instagram, lýstu yfir áhyggjum af heilsu hans á samfélagsmiðlum eftir að myndbandið frá því um helgina fór í dreifingu.

„Ég vona að hann fái hjálp áður en það verður of seint. Hann er með frábæra rödd þegar hann getur notað hana,“ sagði einn. „Það brýtur í manni hjartað að sjá þetta,“ sagði annar og vísaði til þess að Blunts væri með súrefniskút og gæti ekki staðið á sviðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“
Fókus
Fyrir 3 dögum

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið

George W. Bush stal senunni í gær – Sjáðu myndbandið