fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Segir tónlistarmanninn hafa boðið henni 1,6 milljarða fyrir að þegja um sambandið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. nóvember 2024 10:29

Zach Bryan og Brianna LaPaglia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Brianna „Chickenfry“ LaPaglia segir tónlistarmanninn Zach Bryan hafa boðið henni rúmlega 1,6 milljarða ef hún myndi skrifa undir þagnarskyldusamning og segja ekkert um samband þeirra eða sambandsslit.

Brianna, 25 ára, lét allt flakka í hlaðvarpsþættinum BFFs, þar sem hún er umsjónarmaður ásamt Dave Portnoy og Josh Richards.

„Eftir allt sem gerðist þá hafði teymið hans samband við mig og bauð mér háa upphæð, slatta af pening og nokkra möguleika,“ sagði hún.

Zach Bryan and ex-girlfriend Brianna Chickenfry posing together.
Mynd/Instagram

Hún sagði að hún hefði fengið peninginn yfir þriggja ára tímabil, í skiptum fyrir að tala ekki opinberlega um tónlistarmanninn.

„Ef ég hefði samþykkt þetta þá hefði teymið hans fylgst með öllu sem ég geri. Ég hugsaði um þetta í smástund og ég held að fólk eigi til að gleyma, ég byrjaði sjálf að gleyma, að ég var einhver, ég var þekkt og naut velgengni, áður en ég kynntist honum,“ sagði hún.

„Ég mun halda áfram að vera einhver, vera þekkt og njóta velgengni eftir hann líka.“

„Ég er kannski ekki að selja þúsundir tónleikamiða og þéna mörg hundruð milljónir dala. En mér líður vel þar sem ég er og ég vil ekki blóðpeninga. Mér finnst þú ekki geta borgað fólki sem þú særðir og ætlast til að þau passi upp á þig […] Ég tók ekki við neinu, ég mun ekki taka við neinu. Mér finnst ég betri en það. Mér finnst það ruglað.“

Fór fram og til baka

Í þættinum ræddi Brianna og Dave Portnoy saman um málið. Hann sagði að hún hafi farið „fram og til baka“ um hvort hún ætti að taka við peningunum eða ekki. Það kom fram að upphæðin var 12 milljónir dala, sem samsvarar um 1,6 milljarða króna.

„Þetta var siðferðisleg barátta,“ viðurkenndi Brianna og bætti við að hún er sátt við ákvörðun sína. Hún sagðist vita að hún hefði ekki getað sofið vært vitandi að hún hefði tekið við peningunum. Hún hefur einnig ásakað hann um að beita hana andlegu ofbeldi.

Zach Bryan and girlfriend Brianna Chickenfry pose together.
Mynd/Instagram

Bjóst ekki við þessu

Í október birti söngvarinn færslu á samfélagsmiðlum og sagði sambandi þeirra vera lokið, eftir eins árs samband.

Stuttu eftir tilkynninguna birti Brianna myndband á YouTube og sagðist koma af fjöllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“