fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Ólétt Gypsy Rose afhjúpar niðurstöður faðernisprófs eftir miklar vangaveltur

Fókus
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 08:46

Ryan Anderson, Gypsy Rose og Ken Urker.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gypsy Rose Blanchard á von á sínu fyrsta barni. Hún er nú í sambandi með Ken Urker en var áður gift Ryan Anderson, þau eru nú skilin að borði og sæng. Faðerni ófædds barns hennar hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki, þá sérstaklega vegna tímalínu sambands hennar við báða mennina. Gypsy ákvað að láta athuga faðerni barnsins svo hún gæti endanlega kveðið niður orðróminn.

„Það hafa verið margar kjaftasögur á kreiki um faðerni barnsins,“ sagði Gypsy á Instagram í gær. „Þó við höfum verið viss frá upphafi þá finnst mér kominn tími til að leggja þessar kenningar til hliðar.“

Gypsy birti skjáskot af faðernisprófinu sem staðfesti að það væru 99,9 prósent líkur að Ken sé faðir barnsins.

Skjáskot/Instagram

„Ken verður frábær faðir. Við erum svo spennt að fá litlu stúlkuna okkar í hendurnar.“

Settur dagur er í janúar 2025.

Næstum ár síðan Gypsy varð frjáls kona

Gypsy Rose Blanchard varð frjáls kona í desember síðastliðnum eftir að hafa afplánað átta ár af tíu ára dómi sínum. Hún var dæmd fyrir morðið á móður sinni, Dee Dee Blanchard, árið 2016. Gypsy þurfti að þola margra ára ofbeldi af hendi móður sinnar sem glímdi við sjúkdóminn Munchausen by proxy, sem gerði það að verkum að hún beitti hinum ýmsu brögðum til að sannfæra umheiminn, sem og dóttur sína, um að Gypsy Rose væri langveik.

Gypsy giftist Ryan Anderson á meðan hún sat inni og varði fyrstu mánuðum frelsisins með honum. Leiðir þeirra skildu stuttu síðar og byrjaði Gypsy með fyrrverandi unnusta sínum, Ken Urker. Þau voru trúlofuð á meðan hún sat inni frá 2018 til 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“