fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Fór í gegnum tvö gjaldþrot en lifir nú draumalífi

Fókus
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 10:21

Ellý Ármanns Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellý Ármanns segist kunna að meta alla erfiðleikana sem hún hefur farið í gegnum og þeir hafi gert hana að betri manneskju. Ellý, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist velja alla daga að vera sterk, en ekki fórnarlamb.

„Ég er búin að fara í gegnum tvö gjalþrot, vinnumissi, glatað samband og margt fleira. Margt af þessu var mjög erfitt og hræðilegt á meðan það átti sér stað, en það kom mér á staðinn sem ég er á í dag. Ef þessir hlutir hefðu ekki gerst, væri ég ekki núna að það sem ég elska alla daga. Þetta er á endanum allt saman frábært, þó að ég óski engum þess að fara í gegnum svona erfiða hluti. En það er í raun ekkert á milli þess að vera fórnarlamb eða sterkur. Maður verður að velja alla daga. Stundum er ég nálægt því að detta í fórnarlambið, en sem betur fer er ég fljót að stoppa mig af og halda alltaf áfram,“ segir Ellý, sem segist æfa sig daglega í að standa með sjálfri sér.

„Ég horfi í spegilinn á hverjum morgni og segi: „Ellý, ég elska þig og stend með þér eins og þú ert. Ég er besta vinkona þín sama hvað aðrir segja. Í dag stend ég með þér.” Svo fer ég fram og fæ mér kaffi og fer inn í daginn minn og því oftar sem ég geri þetta því betur finn ég að þetta virkar.”

Horfir fram á við

Ellý segist í þættinum ekki lengur eiga samleið með fólki sem talar mikið um vandamál eða slúðrar um annað fólk:

„Ég er alltaf að horfa fram á við og vil vera innan um fólk sem talar um núið og framtíðina og er jákvætt og uppbyggilegt. Ég kýs að lifa í sjálfsábyrgð og þá getur maður ekki verið fastur í fortíðinni. Ég á kunningja sem hafa tilhneigingu til að tala alltaf um sama vandamálið og byrja að baktala fólk, en ég hef bara engan tíma fyrir það lengur. Ég er ekki að dæma neinn, en ég get ekki speglað mig í slíkum félagsskap lengur. Ég vil vera innan um fólk sem byggir mig upp og ég ber virðingu fyrir og vil að aðrir upplifi það frá mér,” segir Ellý og heldur áfram:

„Tíðni heimsins er bara núna, ekki í fortíðinni. Ef þú ert berskjaldaður, jákvæður, ástríðufullur, þakklátur og gjafmildur nærðu að tengjast inn á tíðni þar sem alheimurinn fer að vinna með þér. Ég er ekki að segja að það eigi alltaf allt að vera fullkomið og auðvitað á fólk að leyfa sér að finna til. En við verðum líka að kunna að stíga út úr erfiðleikum og taka ákvarðanir sem hjálpa okkur að fara á annan stað. Það er um að gera að leyfa sér að hvílast ef maður er þreyttur og leyfa sér að finna til. En svo verður maður að ákveða hvað maður ætlar að vera þar lengi. Líkaminn hlustar á það sem við segjum og hugsum og stundum þurfum við að heilaþvo huga og heila til að breyta líkamsstarfseminni.”

Fékk frunsur að skrifa slúður

Ellý talar í þættinum um tímabil þar sem hún vann við að skrifa fréttir sem hægt væri að flokka undir slúður og segir að það hafi haft mjög neikvæð áhrif á sig og á einhverjum punkti hafi hún fundið að eitthvað yrði að breytast.

„Einu sinni var ég að skrifa slúður fyrir Vísi og yfirmenn mínir sögðu mér að ég ætti að taka það upp á næsta ,,level” og gera það eins og breska pressan gerir það. Ég hlýddi því bara og vann vinnuna eins og mér var sagt, en ég byrjaði að fá frunsur og mér leið mjög illa. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er ekki allt eins og maður heldur að það sé og í dag hlusta ég ekki á fréttir og les ekki blöðin, nema mjög sjaldan. Ef ég á að vita eitthvað, þá segir einhver mér frá því,“ segir Ellý og heldur áfram:

„Á þessum tíma var Facebook frekar nýtt fyrirbæri og það var stofnuð Facebook-síða með titlinum „Rekið Ellý Ármanns,” og ég man ekki hve mörg þúsund manns settu like á síðuna. Auðvitað var það ekki gaman, en ég man að ég stóð með sjálfri mér og ákvað að klára þetta verkefni með hausinn uppréttan. Ég sé núna að þetta tímabil kenndi mér að taka gagnrýni og var í raun eins konar þjálfunarbúðir í áliti annarra.”

Komið víða við

Ellý byrjaði ung að starfa sem þula á Ríkissjónvarpinu, þar sem hún var kvöld eftir kvöld fyrir augum allra landsmanna. Síðan þá hefur hún gert ótal hluti, allt frá fréttaskrifum, listmálun, yfir í að spá fyrir fólki og kenna hóptíma í líkamsrækt. Núna starfar hún líka sem flugfreyja hjá Icelandair.

„Ég kann rosalega vel við mig í þessu starfi. Að fá að vera að vinna með svona frábæru fólki og að læra af unga fólkinu og ferðast í leiðinni. Þetta er eitthvað allt annað en það sem ég hef gert áður og ég virkilega nýt þess að vera flugfreyja. Þegar maður fer í búninginn þá er ég að stíga út úr raunveruleikanum og inn í eitthvað allt annað. Svo lendi ég einhvers staðar erlendis og finn aðra lykt og borða annan mat og svo kem ég aftur til baka inn í raunveruleikann minn á Íslandi. Svo flýgur tíminn bara áfram í starfinu, af því að það er mikið að gera og svo finnst mér líka frábært að fá að þjónusta fólk.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Ellý og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“