fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Tilkynnti um eigið andlát á samfélagsmiðlum – „Lífi mínu er nú lokið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 09:29

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er miður mín að búa til þetta myndband, en eins og við vitum öll þá er ég með banvænt krabbamein og því miður er lífi mínu nú lokið og ég er dáin.“

Svona hefst síðasta myndband ungu áströlsku konunnar Bellu Bradford.

Bella lést þann 15. október síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún greindist með sjaldgæft krabbamein – sarkmein sem myndast í mjúkvef – árið 2021.

Bella hafði undanfarna mánuði verið dugleg að birta myndbönd á TikTok, svo kölluð „get ready with me“ myndbönd þar sem hún leyfði áhugasömum að fylgjast með sér gera sig tilbúna fyrir daginn, sýndi föt, skartgripi og annað tískutengt.

@bellabradford0 Bella’s final get ready with me 💛 here’s a message she wrote: Thank you for all your love and support throughout my final stages of life, I am so grateful. Filming these videos truly brought me a sense of puropse in my final few months and also connected me with a very kind community of people. I wish you all a beautiful life and please remeber to live each day with as much significance as the next. What a privilege it is to grow old. Thank you for allowing me to be myself on this platform, I really felt excited each day to jump on here and connect over our shared love of life and fashion. Love always, Bella P.S. these are the brands mentioned in this video for your reference (I still gotta give the ppl what they want 😘😂) @St. Agni @ANINE BING OFFICIAL @One Mile @Class A Jewellers @SARAH & SEBASTIAN @Lucy Folk @Arms Of Eve @asos @Alias Mae @maisonmargielafragrances @MECCA ♬ original sound – Bella Bradford

Fjölskylda Bellu birti myndbandið á TikTok-síðu hennar um helgina, en hún hafði beðið þau um að birta það fyrir hennar hönd eftir að hún myndi falla frá.

„Ekki gleyma því að þú lifir á hverjum degi og deyrð bara einu sinni. Nýttu hvern dag,“ sagði Bella.

„Takk fyrir alla ástina og stuðninginn á lokastigi lífs míns, ég er svo þakklát. Það gaf mér tilgang að taka upp þessi myndbönd á síðustu mánuðum lífs míns og kynnti mig fyrir yndislegu fólki.“

Að lokum sagðist hún óska öllum farsæls lífs og bætti við að það væru forréttindi að eldast.

Myndband Bellu hefur vakið mikla athygli og snert hjörtu margra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“