Það eru fjögur ár liðin síðan bandaríski leikarinn Matt LeBlanc, 57 ára, tók að sér hlutverk í Hollywood. Aðdáendur hafa saknað þess að sjá hann á skjánum en fyrrverandi Friends-stjarnan ákvað að segja skilið við bransann og einbeita sér að öðru.
Til þessa hefur ekki verið vitað hvað leikarinn hefur verið að gera, hvaða nýju dularfullu vinnu hann er með, þar til nýlega þegar hann var myndaður vinna hjá lúxus bílaumboði í Los Angeles, en LeBlanc er einn af eigendum umboðsins.
DailyMail greinir frá því að LeBlanc keypti sinn hluta í fyrirtækinu í október 2020, en hann hefur lengi verið mikill bílaáhugamaður. Hann er talinn eiga eignir upp á um 12 milljarða króna.
Einnig sást til einkabarns hans, hinnar tvítugu Marinu, á bílaumboðinu. Hún var klædd í bol merktum fyrirtækinu.
Í síðustu viku greindu miðlar vestanhafs að nánir vinir leikarans hafa miklar áhyggjur af honum eftir að leikarinn og vinur hans, Matthew Perry, dó fyrir ári síðan. Talsmaður LeBlanc sagði það þvælu að fráfall Perry væri ástæðan fyrir því að hann hafi sagt skilið við bransann.