fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fókus

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. nóvember 2024 07:07

James Van Der Beek

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ástæða til bjartsýni og mér líður vel,“ segir leikarinn sem þekktastur er sem hjartaknúsarinn í sjónvarpsþáttunum Dawson´s Creek.

„Ég hef tekist á við þessa sjúkdómsgreiningu í einrúmi og hef verið að gera ráðstafanir til að vinna bug á meininu með stuðningi fjölskyldu minnar,“ segir bandaríski leikarinn James Van Der Beek í viðtali við People. „Það er ástæða til bjartsýni og mér líður vel,“ bætir Van Der Beek við.

Í yfirlýsingu sem hann birti á Instagram í gær segir leikarinn að hann hafði hugsað sér að greina frá veikindunum í viðtali við People síðar, þá fyrst og fremst til að fræða fólk og segja sögu sína á eigin forsendum. Það plan hafi breyst eftir að hann fékk veður af því í gær að slúðurmiðill hygðist birta frétt um veikindi hans. „Það eru engar leiðbeiningar um hvernig á að greina frá svona. Ég bið alla þá sem ég ætlaði sjálfur að segja frá afsökunar á hvernig þeim berast þessar fréttir. Ekkert í þessu ferli hefur gerst í þeirri tímaröð sem ég vildi.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by James Van Der Beek (@vanderjames)

Þrátt fyrir sjúkdómsgreininguna hefur Van Der Beek verið virkur að vinna á sama tíma og hann tekst á við veikindi sín. Nýlega kom hann fram í þætti af Walker og kvikmyndin Sidelined: The QB and Me kemur út 29. nóvember.

Van Der Beek, sem er 47 ára, hefur einnig forgangsraðað tíma með fjölskyldu sinni, eiginkonunni Kimberly Van Der Beek og sex börnum þeirra: Olivia, Joshua, Annabel, Emilia, Gwendolyn og Jeremiah. Í júní fór fjölskyldan í eftirminnilega ferð til Egyptalands. Í Instagram færslu deildi leikarinn myndum af sér og fjölskyldu sinni með úlfalda, egypsku pýramídunum og fleira.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by James Van Der Beek (@vanderjames)

Þann 9. desember mun Van Der Beek koma fram í The Real Full Monty, tveggja tíma útsendingu þar sem hópur þekktra karlmanna mun fækka fötum til að vekja athygli á krabbameiní og rannsóknum á blöðruhálskirtli, eistum og ristli. Viðburðurinn er, eins og nafnið gefur til kynna, innblásinn af Óskarstilnefndu kvikmyndinni The Full Monty sem kom út árið 1997, og er leikarinn Anthony Anderson framleiðandi.

Þriðja algengasta krabbameinið sem greinist hérlendis

Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi. Ristilkrabbamein byrja sem góðkynja separ sem á löngum tíma þróast yfir í krabbamein. Með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum má finna eða koma í veg fyrir þessi mein á byrjunarstigum og auka þannig líkur á lækningu.
Ef þú ert á aldrinum 50-70 ára ættir þú að ræða við lækni um mögulega leit að ristil- og endaþarmskrabbameini. Sem stendur er ekki skipuleg skimun fyrir ristilkrabbameini á Íslandi, en unnið er að því verkefni hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Frekari upplýsingar má finna á vef Krabbameinsfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fókus
Í gær

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag