fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Stjarnan úr Home Improvement óþekkjanleg

Fókus
Laugardaginn 30. nóvember 2024 12:30

Tim Allen og Richard Karn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Richard Karn hefur ekki látið mikið fyrir sér fara í sjónvarpi og kvikmyndum á undanförnum árum en margir þekkja hann úr hinum vinsælu þáttum Home Improvement sem sýndir voru á árunum 1991 til 1999.

Richard fór þar með hlutverk pípulagningamannsins og þúsundþjalasmiðsins Al Borland en aðalhlutverkið í þáttunum var í höndum Tim Allen.

Richard er orðinn 68 ára og er óhætt að segja að hann hafi breyst þó nokkuð síðan þættirnir luku göngu sinni fyrir um aldarfjórðungi og vilja sumir meina að hann hafi aldrei litið betur út.

Richard var í viðtali við New York Post á dögunum þar sem hann segir meðal annars frá róttækum breytingum sem hann og eiginkona hans gerðu á mataræði sínu og varð til þess að hann léttist um 14 kíló. Samanstóð mataræðið af kjöti og grænmeti – og helst engum kolvetnum – í um sex vikur.

Tim Allen og Richard sameinuðust í þáttunum Assembly Required árið 2021 og virðast ekki hafa útilokað að sameinast aftur í Home Improvement.

Tim Allen sagði í fyrra að leikaraliðið úr þáttunum sálugu hafi nokkrum sinnum rætt um að koma saman aftur og endurgera þættina eða búa til aðra þætti byggða á svipaðri hugmynd, svokallaða spin-off seríu.

Richard Karn hefur sjaldan verið betri. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“