fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fókus

Útlit Lindsay Lohan vekur upp spurningar – Hvað hefur hún látið gera við sig?

Fókus
Föstudaginn 29. nóvember 2024 09:29

Lindsay Lohan fyrr í nóvember á frumsýningu nýju kvikmyndar hennar, Our Little Secret. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið að vekja mikla athygli en útlit hennar virðist hafa tekið miklum breytingum undanfarið. Margir spyrja sig hvernig hún fer að því að eldast aftur á bak en svarið er eflaust einfalt: Vel heppnuð fegrunaraðgerð.

Stjarnan hefur þó neitað fyrir það og heldur því fram að þetta sé einfaldri húðrútínu að þakka en fólk á erfitt með að trúa henni.

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan áður. Mynd/Getty Images

Page Six ræddi við lýtalækna og spurði hvað þeir telja Lohan hafa gert.

Pamela Weinberger, stofnandi Jeune Aesthetics, sagði að leikkonan hafi líklega fengið bótox, augabrúnalyftingu og fylliefni í varir og kinnar. Henni sagðist einnig gruna að stjarnan hafi lagst undir hnífinn og gengist undir aðgerðir eins og augnaloksaðgerð, andlitslyftingu og farið í fitusog á háls og höku.

Mynd/Getty Images
Mynd/Getty Images
Mynd/Getty Images
Mynd/Getty Images

„Það er hægt að ná fram ágætis niðurstöðum með fylliefni og bótox, en þegar breytingin er svona ótrúleg þá er líklegt að aðilinn hafi lagst undir hnífinn. Ég held að leyndarmálið sé jafnvægi, að færir lýtalæknar vinna saman til að ná þessu „náttúrulega“ útliti með bæði sprautum og aðgerðum.“

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. Mynd/Getty Images

Lýtalæknirinn Ramtin Kassir er sammála Pamelu og segir að það sé líklegt, að hans mati, að Lohan hafi lagst undir hnífinn. Hann sagði að hugsanlega hafi þyngdartap leikkonunnar einnig áhrif. „Það eða hún lét leysa upp fylliefnið sem hún var áður með í andlitinu,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum

Ragnhildur með ráðin sem virka gegn aukakílóunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín