fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Neighbours-stjarna ólétt eftir stjúpbróður sinn

Fókus
Föstudaginn 29. nóvember 2024 07:55

Scarlet Vas og Tayo Ricci.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska leikkonan Scarlet Vas, sem lék í geysivinsælu sápuóperunni Neighbours fyrir sex árum, er ólétt eftir stjúpbróður sinn.

Scarlet er gift Tayo Ricci. Þau kynntust þegar þau voru unglingar, foreldrar þeirra byrjuðu saman og urðu þau öll ein stór fjölskylda. En þrátt fyrir að tengjast fjölskylduböndum urðu þau ástfangin og gengu í það heilaga í Mykonos í Grikklandi í september í fyrra.

Nú á Scarlet, 29 ára, von á barni og segjast þau bíða spennt.

Samband þeirra hefur verið mjög umdeilt í gegnum árin en Scarlet segir, í samtali við News.com.au, að það hafi ekki áhrif á þau þó fólk kalli samband þeirra „skrýtið“ og „ógeðslegt.“

„Ef ég á að vera alvega hreinskilin þá hefur þetta ekki áhrif á okkur, því við erum til staðar fyrir hvort annað. Ég les sjaldan hvað fólk skrifar við myndböndin okkar en ef ég geri það þá hlæ ég bara. Mér finnst þessi nettröll bara skemmtileg,“ segir hún.

Parið vakti fyrst athygli árið 2021 þegar Scarlet birti myndband af þeim kyssast og greindi frá því að þau væru stjúpsystkini. Síðan þá hefur samband þeirra verið umdeilt en þau njóta bæði mikilla vinsælda á TikTok.

„Við erum búin að vera saman í tíu ár og vorum að flytja aftur til Ástralíu eftir að hafa búið í Bandaríkjunum síðastliðin fimm ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“