fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Sorgartíðindi úr herbúðum spjallþáttadrottningarinnar

Fókus
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um ár er síðan spjallþáttadrottningin Wendy Williams greindist með snemmkomna heilabilun. Hún er aðeins sextug í dag en hefur farið svo mikið aftur að hún telst ekki fær um að bera ábyrgð á eigin lífi.

Lögráðamaður hennar lýsti því fyrir dómstólum að Wendy glímdi við alvarlega vitræna skerðingu og varanlega örorku.

Nýlega komu út heimildaþættir sem kallast Where is Wendy Williams? Þar var meðal annars fjallað um veikindi sjónvarpskonunnar og sjálfræðissviptingu. Þrátt fyrir að þættirnir hafi fjallað um viðkvæmar persónuupplýsingar þá voru þeir ekki gerðir með samþykki Wendy. Lögráðamaður hennar hefur stefnt framleiðendum myndanna fyrir gróf brot gegn friðhelgi einkalífs sjónvarpskonu sem glímir við erfið veikindi og getur ekki svarað fyrir sig, en Wendy glímir meðal annars við málstol.

Heilabilunin er ólæknandi og mun ástand Wendy aðeins versna með tímanum. Lögráðamaður hennar segir að framleiðendur heimildaþáttanna hafi notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart sjónvarpskonunni til að niðurlægja hana.

Fjölskylda Wendy hefur þó gagnrýnt lögráðamanninn fyrir að halda sjónvarpskonunni einangraðri. Til dæmis hafi enginn í fjölskyldunni fengið að vita þegar hún greindist með heilabilun. Wendy var komin með einkenni heilabilunar þegar hún hætti í sjónvarpinu. Vinnuveitendur hennar, sem voru meðvitaðir um stöðuna, sögðu að ljósið væri að slokkna í augum hennar og hún þyrfti nú mikla aðstoð og stuðning. Henni var skipaður lögráðamaður þegar hún var svipt sjálfræði árið 2022 en fjölskylda hennar mótmælti fyrirkomulaginu harðlega. Eðlilegra hefði verið að lögráðamaður kæmi úr röðum fjölskyldunnar.

Einhverjar kenningar fóru á kreik um að Wendy væri þolandi misneytingar eftir sjálfræðissviptinguna, eða allt þar til aðdáendur hennar áttuðu sig á því hversu veik hún er og hversu ágengur þessi hræðilegi sjúkdómur getur verið.

Sjá einnig: Segir að það sé sannleikur í sögusögnunum um Wendy Williams – „Þetta kemur frá starfsfólki þáttarins“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“