fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Rokkari hefur ákveðið að snúa við kynleiðréttingaferlinu og skilgreinir sig ekki lengur sem trans konu

Fókus
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keith Caputo, söngvari rokksveitarinnar Life of Agony, segist „læknaður“ af kynáttunarvanda. Hann skilgreinir sig nú aftur sem karlmann og hefur tekið upp sitt gamla eiginnafn.

Keith, sem er fimmtugur, greindi aðdáendum sínum frá þessari stóru breytingu í myndbandi á Instagram.

„Ég á bókaða aðgerð þar sem gervibrjóst mín verða fjarlægð og ég mun þá áfram lifa af ást í minni heilögu karlmennsku. Ég er læknaður af kynáttunarvanda mínum. Það tók mörg ár. Ég þurfti að vaða eld og brennistein en ég hef komist yfir þennan misskilning minn á sál minni og anda.“

Tilfelli sem þessi eru ekki algeng og því er ekki fyrir að fara góðri íslenskri þýðingu á hugtakinu de-transition sem þýðir að hætta eða snúa við kynleiðréttingarferli. Caputo byrjaði árið 2008 að nota eiginnafnið Mina sem hann tók svo formlega upp árið 2011 þegar hann steig fram sem trans kona.

Hann segir í myndbandinu að hann hafi áttað sig á því að hann væri í raun karlmaður eftir allt saman fyrir þó nokkru síðan. Meðal annars verði í janúar 7 ár síðan hann hætti á hormónalyfjum. Hann segir að í hans tilfelli hafi hann glímt við kynáttunarvanda sem hafi valdið honum gífurlegri angist. Niðurstaðan hafi þó að lokum verið sú að hann er í dag sáttur við það kyn sem honum var úthlutað við fæðingu.

Ekki allt trans fólk glímir við kynáttunarvanda, sem líka er kallaður kyngervisami, og ekki eru allir sem glíma við kynáttunarvanda trans. Hugtakið vísar til þess að einstaklingur sem glímir við slíkan vanda upplifir vanlíðan sem stafar af ósamræmi milli kynvitundar og líffræðilegs kyns/kyngervis. Vandinn sem slíkur liggur ekki í sjálfri kynvitundinni heldur í þjáningunni sem fylgir þessu misræmi.

Keith hefur í dag komist að því að kynáttunarvanda hans mátti ekki rekja til þess að hann væri trans. Hvað hans tilvik varðaði þá losnaði hann undan þjáningunni með sjálfsvinnu sem lauk með því að hann hætti að upplifa ósamræmi milli kynvitundar og líffræðilegs kyns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“