fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fókus

Fangar Breta: Örlög Íslendinga sem sátu saklausir í fangelsum í Bretlandi

Fókus
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Freysson hefur sent frá sér bókina Fangar Breta, en útgefandi er Sögur útgáfa.

Í bókinni, sem hefur þegar vakið mikið athygli og þykir mjög áhrifamikil, er rakin saga Íslendinga sem voru fangelsaðir og fluttir til Bretlands í síðari heimstyrjöldinni.

Vitað er með vissu um 47 Íslendinga sem Bretar handtóku á stríðsárunum frá 1940-1945 og vistuðu í fangelsum í Englandi. Þeir sátu innilokaði í Bretlandi allt frá nokkrum mánuðum til tæplega þriggja og hálfs árs. Sakargiftir voru misjafnar og í æði mörgum tilvikum veigalitlar. Enginn fanganna fékk að leita sér lagalegrar aðstoðar eða verja sig fyrir dómsólum. Iðulega dró fangavistin dilk á eftir sér og skildi eftir djúp ör á sálum þeirra sem lentu í þessum hremmingum. Hér birtist saga þessa fólks.

Höfundurinn, Sindri Freysson, hefur tekið saman eftirfarandi punkta um bókina:

„Yfirmenn í bresku leyniþjónustunni, MI5 viðurkenndu í bréfaskriftum sín á milli undir lok stríðs að mál þeirra gegn Páli Sigurðsyni, verkfræðing og síðar yfirmanns rafmagnseftirlits ríkisins, hefði í besta falli verið byggt á sterkum grun og engu öðru. Þrátt fyrir það lögðust þeir gegn því að Páli yrði látinn laus af ótta við að heimkoma hans gæti vakið óþægilegar spurningar á Íslandi og gætu orðið Bretum álitshnekkir.  Af skýrslu þeirra sem yfirheyrðu Pál í Camp 020 að dæma er greinilegt að þeir höfðu myndað sér fyrir fram ákveðnar skoðanir á hugsanlegri sekt hans. Neikvætt mat þeirra stafaði því ekki síst af tregðu hans til að játa á sig þær sakir sem þeir ætluðu honum. Meðan á fagngavist hans stóð var Páli m.a. hótað að hann yrði hengdur, og útlistað fyrir honum að slíkur dauðdagi tæki að hámarki tvær mínútur. Hann var neyddur til að skrá forsögu sína dag og nótt og meinað um svefn á meðan; hann fékk mest að sofa tvo tíma í senn. Hann var líka vistaður í hinum illræmda Klefa 14, bólstruðum einangrunarklefa andspænis líkhúsinu í kjallara fangelsisisins Camp 020. Þegar Páli var sleppt hafði hann setið sextán og hálfan mánuð í haldi Breta, næstum eitt og hálft ár, án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Fyrir vikið tókst honum ekki að kveðja föður sinn fyrir andlát hans eða vera viðstaddur jarðarförina, svo eitthvað sé nefnt.

Henry O. Curtis, yfirmaður breska setuliðsins, og Alfred Roy Wise, handtóku Þjóðviljamennina og sendu til fangavistar í Bretlandi án þess að fyrir lægi lagaleg heimild hérlendis eða erlendis fyrir handtökunum. Þær ollu uppþoti í breska stjórnkerfinu þegar tíðindin bárust út, en þá voru Þjóðviljamenn þegar á leið til Englands, og margra mánaða þrefi á milli ráðuneyta í Bretlandi. Til að redda málum voru Þjóðviljamenn handteknir við komuna þangað á þeim forsendum að þeir væru ólöglegir í landinu, þrátt fyrir að hafa verið fluttir þangað með hervaldi, og málið síðan leyst eftir á með lagabreytingu.

Curtis setuliðsforingi vildi draga Wise, yfirmann njósnaþjónustu setuliðsins, og hægri hönd hans, Jim Seddon, fyrir herrétt fyrir fólskulega meðferð þeirra á áhöfn Arctic. Starfsmaður bresku leyniþjónustunnar, MI5, J.R. Stopford, hafði orðið vitni að meðferðinni á Arctic mönnum og kært hana til Curtis. Setuliðsstjórinn setti þá á fót rannsóknarnefnd sem sérstaklega átti að skoða aðkomu Wise og Seddon að þeim þriðju gráðu aðferðum og ofbeldi sem beitt var við yfirheyrslurnar, og bandaríska herlögreglan hafði aðstoðað við. Í framhaldi af bráðabirgðaniðurstöðum nefndarinnar var Seddon handtekinn. Curtis taldi sönnunargögnin gefa tilefni til að handtaka Wise einnig. Fulltrúi breska hersins og einnig Guy Liddell, yfirmaður gagnnjósnadeildar MI5, komu þeim Wise og Seddon hins vegar til varnar og hvorugur sætti refsingu, fyrir utan tiltal. Báðir hurfu þó frá störfum á Íslandi um svipað leyti.

Breska leyniþjónustan, MI5, nýtti þrjá Íslendinga sem gagnnjósnara á stríðsárunum, þá Ib Riis Árnason, Pétur Thomsen ljósmyndara og Jens Pálsson, loftskeytamanninn á Arctic. Jens var neyddur til að senda Þjóðverjum skeyti vegna ferðar skipalestarinnar PQ-16 og fékk nánast taugaáfall þegar honum varð ljóst hver tilgangur áætlunarinnar var og hversu mörgum lífum sjómanna hún stefndi í hættu.

Breska leyniþjónustan, MI5, nýtti einn þekktasti gagnnjósnara sinn í seinni heimsstyrjöld, GARBO, Spánverjinn Juan Pujol García, í því skyni að reyna að klekkja á ræðismanni Íslands á Spáni á styrjaldarárunum fyrir aðkomu hans að Arctic-málinu og samstarf við Þjóðverja. GARBO var látinn senda skeyti þess efnis að hann hefði fregnir af því að Arctic menn, sem þá var nýbúið að láta lausa, hefðu verið mjög ósáttir við ræðismanninn og að sá hefði leikið tveimur skjöldum; unnið fyrir Þjóðverja til að fá skipstjóra og loftskeytamann Arctic til starfa en síðan jafnóðum selt Bretum upplýsingar um þau mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fókus
Í gær

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag