fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fókus

Þór Tulinius opnar sig um erfiðleika: „Líf dóttur minnar gengur út á að lifa af frá degi til dags“

Fókus
Mánudaginn 11. nóvember 2024 11:43

Þór Tulinius. (Mynd/YouTube/GettyImages)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Tulinius leikari segist hægt og rólega hafa lært að hann megi vera hamingjusamur þrátt fyrir að dóttir hans hafi lifað með slæmum fíknisjúkdómi í áraraðir. Þór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir að hann muni alltaf vera til staðar fyrir dóttur sína og hefur alltaf von í brjósti.

„Ég á tvær dætur og sú eldri hefur átt mjög mótdrægt í sambandi við fíknir. Hún var aðeins 13-14 ára gömul þegar hún byrjaði að þróa með sér átröskun og glímdi lengi við það. Svo fór hún að þróa með sér alkóhólisma líka og þetta hefur verið gríðarlega erfitt hjá henni. Það komu 4-5 ár þar sem hún náði ákveðnum tökum og eignaðist þá barn, sem er sólargeislinn í lífi afa síns. En hún hefur ekki fundið sína fjöl og hefur farið á milli þessarra fáu stofnana sem eru í boði og líf hennar gengur í raun út á að lifa af frá degi til dags. Hún er í Konukoti á næturna og svo getur hún farið í „Skjólið“ á daginn. En hún er svo hrædd um að fara í hjartastopp ef hún hættir neyslunni, þannig að þetta heldur bara áfram í einhvers konar hringekju. Þetta hefur haft mikil áhrif á líf allra í kringum hana og lengi framan af var ég með stöðuga sektarkennd og finna út hvað ég hafi gert rangt sem olli því að hún fór þessa leið. Ég er pabbi hennar og mér fannst að ég ætti að geta bjargað henni. Ég var þar í mörg mörg ár. En svo fræðist maður meira um alkóhólisma og þá sér maður að það er í innan við 1% tilvika sem aðstandandi er sá sem hjálpar fíklinum að finna lausn. Í nánast öllum tilvikum er það eitthvað annað sem veldur því að lausnin eigi sér stað,“ segir Þór, sem segir að það hafi tekið langan tíma að komast á þann stað að hann gæti átt hamingjusamt líf þrátt fyrir þessa stöðu.

„Ég ber ábyrgð á minni hamingju og þetta er sjúkdómur sem er mjög erfiður. En ég hef oft flakkað á milli þess að vera í æðruleysi og að finnast ég eiga að grípa inn í. Við erum í talsverðum samskiptum, en því miður hefur staðan samt ollið því að það er erfitt fyrir okkur að njóta þess að vera saman. Hún nýtur sýn best með öðrum djammfélögum sem er auðvitað mjög sorglegt. Dóttir hennar býr hjá móðurömmu hennar og við höfum gert allt sem við getum til þess að halda vel utan um hana. Ég geri mitt besta til þess að vera hamingjusamur og taka utan um sjálfan mig. Ég geri dóttur minni engan greiða með því að vera fastur í vanlíðan og samviskubiti. En ég er alltaf til staðar fyrir hana og mun alltaf styðja hana ef hún vill leita sér aðstoðar. Ég hef oft sótt um fyrir hana á meðferðarstofnunum í þeirri von að þegar losnar pláss verði hún til í að láta á það reyna. Ég mun alltaf elska hana út af lífinu og það mun aldrei breytast. Hún er falleg og góð manneskja, en hefur lent í hverju viðbjóðslega áfallinu á fætur öðru og það er auðvitað ömurlegt. En það er alltaf von og ég mun aldrei gefa upp vonina um að hún nái að snúa við blaðinu einn daginn. Mér finnst mikilvægt að tala um þetta af því að það er mikið af fólki í þessarri stöðu á Íslandi. Og það sem ég vil miðla er að þú þarft ekki að pynta sjálfan þig þó að aðstandandi þinn sé með þennan sjúkdóm. Það hjálpar engum.”

Í þættinum ræða Þór og Sölvi um leiklistina, ferðalög, samfélagsgerðina og margt fleira. Hægt er að nálgast viðtalið við Þór og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag