fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fókus

Sjónvarpskokkurinn deilir óvenjulegum hjónabandsvenjum – „Mér finnst það hollt. Í alvörunni“

Fókus
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskokkurinn Rachael Ray og eiginmaður hennar beita óvenjulegri aðferð til að viðhalda jafnvægi í hjónabandinu. Frá þessu greindi Ray í hlaðvarpi sínu, I’ll Sleep When I’m Dead.

Eiginmaður hennar er tónlistar- og lögmaðurinn John Cusimano.

„John er lögmaður og tónlistarmaður. Ég er enginn tónlistarmaður og ég er klárlega enginn lögmaður. Ég hata að lesa lögfræðileg skjöl og opinbera pappíra en við jöfnum hvert annað út með undarlegum hætti. Við leyfum hvoru öðru að vera opin fyrir ólíkum sjónarmiðum.“

Ray útskýrir að þau deili hugsunum sínum hvort með öðru af hreinskilni, alveg sama þó þau viti fyrir fram að það gæti leitt til ágreinings. „Mér finnst gaman að geta tjáð hug minn allan“

Ray hefur áður greint frá því að þau hjónin passi að gefa hvoru öðru rými. Stundum þurfi þau frið hvort frá öðru. Þau trúa heldur ekki á það að forðast ágreining. Vissulega geti það verið erfitt þegar bæði eru skapmikil og hávær.

„Ég og John róum okkur aldrei niður. Við öskrum reglulega á hvort annað en mér finnst það hollt. Í alvörunni. Ég treysti ekki fólki sem fer of lítið fyrir. Fólk sem er of hljóðlátt stressar mig. Ég vil frekar að þú segir mér hvað þér finnst þegar hugsunin kemur og bara hleypa þessu öllu út.“

Að sjálfsögðu eru þau með óvenjulega leið líka til að gera upp ágreining.

„Ég held að við biðjum hvort annað aldrei afsökunar. Að lokum klappa ég honum á hnéð, eða hann kyssir mig á kollinn og þá er þetta búið. Það er afsökunarbeiðnin. Við bara einhvern veginn skiljum það.“

Hjónin gengu í það heilaga árið 2005 og endurnýjuðu hjúskaparheit sín árið 2015. Svo þótt þetta sé kannski óvenjulegt, þá virðist það virka. Í það minnsta fyrir þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fókus
Í gær

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag