fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“

Fókus
Miðvikudaginn 9. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með tilkomu stefnumótaforrita varð ástin að harðvígum samkeppnismarkaði. Núna í staðinn fyrir að velja maka úr hópi allra 10 álitlegu piparsveinanna í kaupstaðnum stendur valið jafnvel milli hundrað einstaklinga hér á landi svo fólk getur rétt ímyndað sér geðveikina í fjölmennari löndum. Þar með hefur rómantíkin lútið aðeins í lægra haldi. Tíminn er munaður sem ekki má sóa þegar útséð er að ráðahagurinn er ekki sá besti. Þessi asi gerir að verkum að sumir sitja eftir með sárt ennið.

Maggie Smith er 32 ára og notar stefnumótaforrit í makaleitinni hún ræddi við Newsweek um vonbrigði sem hún varð fyrir nýlega, en myndband hennar um stefnumót vakti mikla athygli á TikTok. Hún varð einhleyp eftir langt ástarsamband í nóvember og hefur undanfarið ár leitað nýrra miða. Það hefur gengið undan og ofan. Þó henni hafi ekki tekist að finna kærasta þá hefur hún í það minnsta geta skemmt sér á stefnumótum, allt þar til nýlega. Þá fór hún á stefnumót með karlmanni sem ákvað að segja það gott eftir aðeins tvær mínútur.

„Þegar ég mætti á stefnumótið faðmaði hann mig og spurði hvort ég væri svöng. Svo sagði hann að við skyldum fara inn á veitingastaðinn. Ég sneri mér við til að ganga inn og hann gekk á eftir mér. Þá skyndilega hallaði hann sér að mér og bað mig að koma aftur út. Hann sagði að honum þætti það leitt, en hann væri ekki að finna neinn neista. Sem stærri kona þá hugsa ég alltaf með mér að gaur gæti gengið út um leið og hann sér mig. En ég trúði því þó ekki að þetta myndi gerast í alvörunni. Svo gerðist það og ég fékk áfall, var miður mín og niðurlægð.“

Smith hafði miklar væntingar til stefnumótsins. Maðurinn hafði sagt henni á stefnumótaforritinu að hann laðaðist að persónuleika hennar og áræðni. Þau höfðu deilt myndum af hvoru öðru og jafnvel spjallað saman í síma tímunum saman áður en þau mæltu sér mót.

Fljótlega eftir að Smith opnaði sig á TikTok um stefnumótið höfðu 6,6 milljónir manna horft á það og margir deilt skoðunum sínum. Flestum þótti maðurinn dónalegur að slíta stefnumótinu nánast áður en það byrjaði. Aðrir sögðu þó að maðurinn hefði gert það eina rétta, að láta hana strax vita að hann sæi ekki fyrir sér ástarsamband. Smith segir sjálf að eðlilegast hefði verið fyrir manninn að klára stefnumótið og skilja svo við hana í vinskap. Hún hefði gert einmitt það í hans stöðu.

„Þetta fékk mig þó til að taka smá pásu til að velta því fyrir mér hvort stefnumótalífið sé þess virði. Ég á mikla sjálfsvinnu að baki og er ánægð með sjálfa mig. Ég veit hvað ég hef fram að færa. Einmitt núna ætti ég að einbeita mér að sjálfri mér og taka mér pásu frá þessum forritum. Mér líður eins og þetta sé staður sem drepur sjálfstraustið. Ég hef reynt að velta mér ekki upp úr því hvers vegna hann gerði þetta eins og hann gerði. Ég vona enn að hann finni það sem hann leitar að og óska honum alls hins besta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu