fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Anne Hathaway biðst afsökunar fyrir „hræðilegt“ viðtal – Sami blaðamaður og hætti næstum því vegna Blake Lively

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 9. október 2024 09:29

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Anne Hathaway bað norska blaðamanninn Kjersti Flaa afsökunar eftir að blaðamaðurinn birti klippu úr viðtali þeirra frá árinu 2012 á TikTok.

Margir kannast við Kjersti Flaa eftir að hún birti gamalt viðtal hennar við leikkonuna Blake Lively í sumar, þegar allt dramað var í gangi með kvikmyndina It Ends With Us.

Sjá einnig: Enn annað viðtal dregið fram í dagsljósið – „Þetta er svo sorglegt, af hverju myndi hún segja eitthvað svona?“

Kjersti, sem er i dag verðlaunablaðamaður, birti myndbandið á samfélagsmiðlum og sagðist hafa íhugað að hætta í faginu vegna Blake og hversu óþægilegt viðtalið hafi verið.

@autumntvx Replying to @Tina Kjersti wrote that it was “the most uncomfortable interview situation I have ever experienced. Is it not ok to congratulate someone on their pregnancy or to ask another woman about costumes she is wearing in a film?” #itendswithus #itendswithusbook #itendswithusmovie #justinbaldoni #justinbaldoniedit #blakelively #blakelivelyedit #lilyandryle #lilyandatlas ♬ original sound – Autumn 🍂

Anne Hathaway

Kjersti tók viðtal við Anne Hathaway árið 2012 þegar sú síðarnefnda var að kynna kvikmyndina Lés Miserables.

Hún birti klippu úr því á samfélagsmiðlum fyrir tveimur dögum og vakti myndbandið gríðarlega athygli. Það hefur fengið næstum tíu milljónir áhorfa og mörg þúsund athugasemdir hafa verið ritaðar við það. Í gær fékk hún tölvupóst með afsökunarbeiðni frá leikkonunni.

„Satt að segja þá var ég frekar hissa. Ég bjóst ekki við því að hún myndi hafa samband, ég hélt að hún myndi aldrei sjá þetta myndband, en hún gerði það og hún gerði svolítið frábært,“ sagði Kjersti í öðru myndbandi TikTok. Hún sagðist hafa fengið „langan tölvupóst“ frá leikkonunni sem útskýrði hvað hún hafi verið að ganga í gegnum á þessum tíma og baðst afsökunar fyrir að hafa gefið Kjersti „hræðilegt viðtal.“

Sjáðu umrædda klippu úr viðtalinu hér að neðan. Anne Hathaway var stuttorð og mörgum fannst hún hvöss og frekar dónaleg við Kjersti.

@kjerstiflaa This didn’t go as planned. 🫣Watch my lateat episode on YouTube where i go down memory lane showing another cringe interview. Link in bio ⬆️ #annehathaway #foryou #celebritytiktok ♬ original sound – Flaawsome Talk

„[Afsökunarbeiðni Anne] var svo falleg, bara að tala um hana lætur mig nánast tárast. Ég er mjög þakklát að hún hafi gert þetta,“ sagði Kjersti.

„Skilaboðin voru mjög persónuleg og við ákváðum að ég myndi ekki deila nákvæmlega því sem var sagt, en ég vildi deila því með ykkur hvað hún gerði því mér fannst það svo frábært.“

@kjerstiflaa Anne Hathaway just apologized to me for the 2012 interview. Watch full video on YouTube – link in bio ⬆️ #annehathaway #foryou ♬ original sound – Flaawsome Talk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt