fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fókus

Nóg að gera hjá ráðherranum og þreytta aðstoðarmanninum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 7. október 2024 11:38

Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, veitti áhugasömum innsýn í daglegt líf sitt í myndskeiði á samfélagsmiðlinum TikTok.

Það var heldur betur nóg að gera og sló hún á létta strengi og birti mynd af aðstoðarmanni sínum, Andra Steini Hilmarssyni, með orkudrykk og sagði hann hafa þurft drykkinn til að komast í gegnum þennan annasama dag með henni.

Ræs klukkan sex

Dagurinn byrjaði klukkan sex um morguninn. „6:04, byrjaði á að snooza aðeins of lengi,“ skrifaði Áslaug við mynd af sér tannbursta.

Klukkan 6:27 var hún mætt í World Class Laugar að draga bláan sleða.

Rúmlega klukkutíma síðar var hún að græja sig, spjalla við stelpurnar og drekka prótíndrykk.

Rétt yfir átta var hún mætt í útvarpsviðtal á Bylgjunni ásamt Sjálfstæðiskonunum Diljá Mist Einarsdóttur og Hildi Björnsdóttur.

Hugmynd fyrir skólana?

Klukkan 8:21 fór hún á ríkisstjórnarfund. „Þá eru símar bannaðir og geymdir frammi. Hugmynd fyrir skólastofur?“ spurði hún.

Í hádeginu fór hún í mat með Bessí Jóhannsdóttur, formanni eldri Sjálfstæðismanna.

Klukkan 13:00 var yfirstjórnarfundur í ráðuneytinu.

Skjáskot/TikTok

Þreyttur aðstoðarmaður

Andri Steinn, aðstoðarmaður Áslaugar, þurfti smá auka orku til að komast í gegnum daginn.

„Andri þurfti Collab til að ná þessum degi með mér,“ sagði hún.

Skjáskot/TikTok

Einhver snilld

Rúmlega tvö fór hún í heimsókn á Grund og fylgdist með púttkeppni. Klukkan hálf fjögur hitti hún bankastjóra Arion til að „skrifa undir einhverja snilld.“

Skjáskot/TikTok
Skjáskot/TikTok
Skjáskot/TikTok

Klukkan 16:22 kláraði hún að skrifa grein og spjallaði í þinghúsinu. Hún átti síðan að halda ræðu sem var frestað. Næsta mál á dagskrá var að halda fund um málefni fjölskyldunnar og birti hún nokkrar myndir frá þeim viðburði.

Langur dagur

Áslaug Arna endaði daginn skemmtilega og hitti lögfræðivinkonur sínar í kvöldmat. Hún var síðan komin upp í rúm fyrir tíu og horfði á Kastljós á RÚV.

Skjáskot/TikTok
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“