fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Telja sig vita hvaðan Liam Payne fékk fíkniefnin og hvað olli því að hann féll

Fókus
Laugardaginn 19. október 2024 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Liam Payne lést þann 16. október eftir að hann féll frá þriðju hæð hótels sem hann dvaldi á í Buenos Aires, Argentínu. Fyrir liggur að söngvarinn hafði neytt fíkniefna áður en hann lést og hefur lögreglan í Buenos Airs rannsakað hvaðan hann fékk efnin.

Heimildarmaður innan embætti saksóknarans í Buenos Aires segir nú í samtali við People að lögregla telur sig vita hvaðan fíkniefnin komu. Líklega hafi söngvarinn keypt þau af starfsmanni hótelsins.

„Það virðast vera gögn þess efnis að starfsmaður hótelsins útvegaði Payne fíkniefni. Ákæra vegna fíkniefnalagabrots gæti verið framundan.“

People greinir eins frá því að Payne hafði verið hent út af öðru hóteli rétt áður en hann lést. Hafði söngvarinn þar verið öðrum gestum til ama og virtist undir áhrifum vímuefna.

The New York Post greindi frá því í nótt að Payne lést undir áhrifum sterks vímugjafa sem kallast Cristal, en efnið getur valdið gífurlegum ofskynjunum. Efnið veldur því að notendur þeirra upplifa miklar hæðir- og lægðir, og geta orðið árásagjarnir. Lögregla telur líklegt að Cristal útskýri hvers vegna söngvarinn var í miklu ójafnvægi daganna áður en hann lést. Hann hafði meðal annars rústað hótelherberginu sínu eins og sjá má á myndinni með fréttinni.

Ein kenning er sú að söngvarinn hafi upplifað miklar ofskynjanir og það valdið því að hann féll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“