fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Darri segist hafa tilkynnt IceGuys til Samkeppniseftirlitsins

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. október 2024 10:07

Darri og fimmmenningarnir í IceGuys

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Darri Tryggvason segist hafa tilkynnt strákasveitina IecGuys til Samkeppniseftirlitsins fyrst eftir að hún kom fram í sviðsljósið.

Eins og flestir vita eru fimm landsþekktir í sveitinni, tónlistarmennirnir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör og Jón Jónsson, og Rúrik Gíslason, sem lengst af var þekktur fyrir fótboltahæfilega sína.

„Ég er búinn að fara í Samkeppniseftirlitið og biðja þá um að skoða þetta. En þeir eru með Villa Vill sko. Þeir eru löngu búnir að passa að þetta verði ekkert vesen,“ sagði Háski, eins og hann er best þekktur í viðtali við Ísland vaknar á K100 í gær.

„Þetta er ótrúlegur samruni. Þetta er bara eins og Bónus, Hagkaup, Iceland, Fjarðarkaup og Krónan myndu sameinast. Hvað á kaupmaðurinn á horninu að gera? Þetta er bara búið,“ sagði Háski glettnislega.

Háski var mættur til að kynna eigið lag, Valdi þig, sem hann frumflutti á K100. Hlusta má á lagið og viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?