fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Fylgdarkona segir sífellt fleiri eiginkonur leita til hennar

Fókus
Fimmtudaginn 17. október 2024 13:24

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgdarkonan Katija Cortez, 28 ára, kom mörgum á óvart þegar hún afhjúpaði ástæðuna fyrir því að eiginkonur bóka fylgdarkonur fyrir eiginmenn sína.

Cortez var valin besta fylgdarkona Ástralíu árið 2024 á AAIA verðlaunahátíðinni. Hún starfar einnig sem fyrirsæta, klámstjarna og hlaðvarpsstjórnandi.

Cortez sagðist hafa tekið eftir verulegri aukningu í að konur bóki þjónustu hjá henni fyrir eiginmenn sína.

Í samtali við News.com.au sagði hún að yfirleitt þrjár ástæður vera fyrir því.

  1. Trekantur: Cortez segir að stundum bóki eiginkonur hana í trekant með þeim og eiginmönnunum.
  2. Sérstakt tilefni: Svo kemur fyrir að Cortez sé bókuð þegar það er sérstakt tilefni, eins og sambandsafmæli.
  3. Útrás fyrir framhjáhaldsþörf: Hún segir sumar eiginkonur hana fyrir eiginmenn sem hafa haldið framhjá. Hún segir karlmennina fá „útrás“ með henni og leiti þar að auki ekki annað, eða svo halda eiginkonurnar sem bóka hana.
Mynd/Instagram

Eiginkonurnar sjá um að skipuleggja ástarleikina

Cortez sagði að þegar kemur að treköntum þá séu það alltaf eiginkonurnar sem hafa samband og skipuleggja fjörið.

Hún sagði einnig að konur tali ekki undir rós heldur komi sér beint að efninu.

„Venjulega senda þær: „Hæ, ég og eiginmaður minn erum í borginni í kvöld. Geturðu hitt okkur?“ eða „Hæ, hittir þú pör? Við hjónin myndum elska að hitta þig,“ eða eitthvað álíka,“ segir Cortez.

Fylgdarkonan sagði að einu sinni hafi svona bókanir verið sjaldgæfar en undanfarið hafa þær aukist til muna.

„Ég fæ allavega eina svona bókun í mánuði, ef ekki oftar,“ segir hún.

Mynd/Instagram

Cortez sagði að þegar hún hittir hjón í trektant þá er eiginkonan aðalatriðið. Hún sagði það mjög sjaldgæft að karlmaðurinn fái mestu athyglina.

„Það hefur bara gerst einu sinni þar sem eiginkonunni langaði að eiginmaðurinn myndi prófa nýja hluti og gera eitthvað með mér, en hann vildi það ekki því hann var með sektarkennd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram