fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Grátbað dómarann um að senda ekki drengina til föður síns – „Það þurfti ekki fimm tíma til að gera það sem hann gerði. Það tók hann bara fimmtán mínútur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. október 2024 08:00

Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TW: Lýsingar á ofbeldi

Þann 22. október árið 2014 voru Jack, 12 ára, og Paul, níu ára, myrtir af föður sínum Darren Sykes, þrátt fyrir að móðir þeirra hafði varað dómstóla við honum. Hún var búin að segja að hún vissi að Darren væri fær um að myrða drengina. Dómarinn krafðist þess samt sem áður að þeir myndu fara til hans í fimm tíma í senn, án eftirlits. Það tók ekki fimm tíma fyrir hann að klára voðaverkið, hann þurfti aðeins fimmtán mínútur.

Claire Throssell sagði sögu sína í einlægu viðtali við Fabulous.

Fyrstu þrjú árin voru góð

Fyrstu þrjú ár hjónabandsins voru góð en allt breyttist eftir að faðir Claire lét lífið. „[Pabbi] var hindrun sem Darren var ekki tilbúinn að fara yfir,“ segir hún.

„Þegar hann dó og ég var komin fimm mánuði á leið og á viðkvæmum stað, byrjuðu að renna á hann tvær grímur. Þegar Jack fæddist þá sleppti hann alveg takinu á því gamla og sýndi sitt sanna sjálf.“

Hún útskýrir hvernig þetta byrjaði. Fyrst voru þetta furðulegar athugasemdir. Eins og krani sem lekur, en síðan er alveg skrúfað frá honum.

„Allt í einu er flóð og þú ert að drukkna og sérð ekki leiðina út.“

„Þeir grátbáðu mig um að fara frá honum“

Claire segir Darren hafa beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Hann beitti mig ofbeldi í fjórtán ár og strákana í allavega sex ár. Þeir grátbáðu mig að fara frá honum.“

Hún rifjar upp atvikið sem setti síðasta naglann í kistuna. Darren ætlaði að kýla Jack, þá 12 ára, í andlitið þegar hún kom sér á milli og fékk höggið í handlegginn. „Hann sagði við mig: „Sjáðu hvað ÞÚ lést mig gera.““

Claire fór frá honum þennan dag, sem varð til þess að Darren fór í forræðisdeilu við hana. „Drengirnir sögðu margoft að þeir vildu ekki fara til hans, margoft. Dómarinn krafðist þess samt sem áður að þeir færu til hans í fimm klukkutíma, án eftirlits. Ég hafði skrifað umsögn til dómarans um að hann væri fær um að drepa þá. Það þurfti ekki fimm tíma til að gera það sem hann gerði. Það tók hann bara fimmtán mínútur að taka þrjú líf.“

Claire segir að hún lifi ekki lengur lífinu, hún sé bara á lífi.

Bræðurnir Jack og Paul. Mynd/YouTube

„Darren kveikti fjórtán elda með bensíni og setti slagbrand fyrir dyrnar. Hann læsti drengina inni, ekki bara svo að slökkviliðið myndi ekki komast inn, heldur líka svo drengirnir kæmust ekki út.“

Claire rifjar upp daginn, hvernig hún þurfti að kveðja annan þeirra í síðasta skipti á spítalanum til að fylgja hinum á næsta spítala, hvernig drengirnir börðust fyrir lífi sínu og hvernig Jack reyndi að bjarga yngri bróður sínum í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Í gær

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu