Hann er að leika í nokkrum nýjum spennandi verkefnum, hann meðal annars bregður sér í hlutverk Bob Dylan í ævisögumynd um tónlistarmanninn.
Myndir af honum á tökustað fyrir myndina Marty Supreme, þar sem hann leikur borðtennisgoðið Marty Reisman, hafa vakið mikla athygli. Segja margir leikarann nær óþekkjanlegan, en myndin á að gerast á sjötta áratugnum og var búningur hans í takt við það.
Leikkonan Gwyneth Paltrow og tónlistarmaðurinn Tyler, the Creator, fara einnig með hlutverk í myndinni.
Chalamet lauk við tökur á myndinni um Bob Dylan, A Complete Unknown, fyrir nokkrum mánuðum og hefur kvikmyndaverið gefið út stutta stiklu sem hefur slegið í gegn hjá netverjum.
Margir hafa einnig hrósað framleiðendum fyrir að hafa valið Chalamet í hlutverkið og segja hann gera tónlistarmanninum góð skil.