fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Fókus

Pyntuð af foreldrum sínum: Gleymir ekki svipnum á kennaranum þegar hún sagði frá því sem stjúpfaðirinn bað um

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. október 2024 12:22

Danielle. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Danielle opnar sig um hræðilega æsku og hryllilegt ofbeldi sem móðir hennar og stjúpfaðir beittu hana. Hún var gestur í hlaðvarpsþættinum We Are All Insane.

TW: Við vörum við lýsingum á ofbeldi í greininni.

Danielle lýsir pyntingaraðferðum þeirra. „Þegar mér var refsað þá var ég sett í straff í herberginu mínu, eins og það væri fangaklefi. Þau tóku alla skrautmuni, allt af veggjunum, þau tóku sængina mína, kodda og lakið, öll fötin mín, allar snyrti- og hreinsivörur. Ég var látin klæðast mjög ljótum fötum til að krakkarnir í skólanum myndu stríða mér. Þau tóku hurðina af herberginu mínu, ég fékk ekkert næði, og var neydd til að sitja í dyragættinni og mátti ekki hreyfa mig, ég mátti ekki tala og ég mátti ekki fara á klósettið án leyfis […] Ég mátti ekki sofa fyrr en þau sögðu að ég mætti sofa.“

Hún segir að stundum hafi þetta ástand staðið yfir í nokkra daga en stundum í nokkrar vikur. „Þá var eini öruggi staðurinn fyrir mig skólinn, en þau pössuðu að ég hefði ekki einu sinni það öryggi með því að þvinga mig í ógeðsleg föt.“

Hún segir foreldra hennar einnig hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi. „Ég er heyrnarsködduð því þau lömdu mig svo oft í eyrun, í gríni, eins og það væri einhver brandari.“

„Ekki segja mömmu þinni“

Danielle segir að þegar hún var þrettán ára gömul hafi stjúpfaðir hennar beðið hana um að taka upp klámmyndband með sér.

Hún segir frá atvikinu hér að neðan.

@wereallinsane Danielle’s stepfather asked her to make child s*x abuse material with him when she was 13 years old. Hear her full We’re All Insane episode on YouTube, Spotify, and Apple Podcasts. #childabuseawareness😭 #sa #traumatok #isurvived #childhoodtrauma #xycba #wereallinsane #podcast #explorepage✨ #storytime #fypchallange #viraltiktok #trendingvideo ♬ Belonging – Muted

„Ég sagði ekki neitt, ég vissi að mig langaði ekki að gera þetta og ég vissi að svar mitt væri augljóslega nei, en mér fannst ég ekki nógu hugrökk til að segja nei við hann. Ég sat grafkyrr og hann stóð upp og sagði: „Hugsaðu þetta í nokkra daga og ekki segja mömmu þinni.“

Í þættinum fer Danielle nánar út í hvernig ofbeldið byrjaði, en stjúpfaðir hennar kom inn í líf hennar þegar hún var tveggja ára. Hún segir að hann hafi stundum byrlað henni ólyfjan og nýtt sér ástand hennar.

@wereallinsane Danielle’s stepdad groomed her to try to make child abuse material with him. Hear her full We’re All Insane episode on YouTube, Spotify, and Apple Podcasts. #childhoodtrauma #traumatok #explorepage✨ #fypchallenge #wereallinsane #isurvived #fypシ゚ ♬ original sound – We’re All Insane

@wereallinsane „It felt like I was dating my stepdad.“ Hear Danielle’s full We’re All Insane episode now on YouTube, Spotify, and Apple Podcasts. #childhoodtrauma #trendingsound #traumatok #fyppp #wereallinsane #fyppppppppppppppppppppppp ♬ Belonging – Muted

„Trúir þú mér núna?“

Danielle segir frá því þegar mamma hennar fann nokkra minnisbanka sem stjúpfaðir hennar átti. „Mamma hringdi í mig og sagðist hafa fundið þá, og að á þeim hafi verið myndbönd af honum að misnota kynferðislega stúlkur undir lögaldri. Ég spurði: „Er einhver af þeim ég?“ Og hún sagði: „Ég veit það ekki Danielle, ég get ekki dílað við þetta núna.“ Ég sagði: „Ókei, þú þarft að fara með þetta til lögreglunnar.“ Ég grátbað hana um að fara til lögreglunnar eða senda mér myndefnið svo ég gæti farið með það […] Ég spurði hana: „Trúir þú mér núna?““ Segir Danielle að fyrir þetta atvik hafi hún reynt að segja móður sinni frá ofbeldinu, en ekki verið trúað.

Danielle rifjar einnig upp atvik þegar hún komst að því að stjúpfaðir hennar hafði borað gat í herbergisvegg hennar og tekið upp myndbönd af henni í herberginu hennar og á baðherberginu án þess að hún vissi af því.

@wereallinsane Danielle’s stepdad recorded her through a hole in her bathroom wall. Hear her full We’re All Insane episode on YouTube, Spotify, and Apple Podcasts. #childhoodtrauma #traumatok #wereallinsane #childabuseawareness😭 #explorepage✨ #isurvived #fypchallenge #blowthisup ♬ Sad Emotional Piano – DS Productions

Sagði kennara sínum

Danielle segir frá deginum sem allt breyttist, þegar hún ákvað að segja kennaranum sínum frá því sem stjúpfaðir hennar bað hana um.

„Ég vildi tala við kennarann minn, Mr. Althage, sem kenndi mér algebru í níunda bekk. Ég rétti upp hendina og bað um að fá að tala við hann frammi á gangi. Við fórum fram og hann spurði hvað væri að. Ég sagði, á þeim tíma svo viss um að ég væri að bregðast of harkalega við þessu, ég mun aldrei gleyma svipnum hans, því ég sagði þetta svo rólega: „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Stjúpfaðir minn bað mig um að búa til klám með honum og ég sagði nei en ég er hrædd um að hann muni neyða mig til að gera það.“ Kennarinn sagði: „Ha? Gerði hann hvað?“ Og ég sagði að stjúpfaðir minn hafi sagt að myndböndin myndu verða seld erlendis í gegnum félaga hans í vinnunni. Ég man ég hugsaði að kennarinn minn myndi pottþétt vita um hvað ég væri að tala, eins og þetta væri svo eðlilegt. Að allir pabbar geri svona.“

Kennarinn hennar sagði henni að fara til námsráðgjafans og segja henni allt sem hún sagði honum. Hann sagðist ætla að koma með skóladótið hennar þangað og að hún myndi örugglega ekki fara heim á næstunni.

@wereallinsane Danielle bravely reported her stepfather to her 9th grade algebra teacher- and her whole life changed. Hear Danielle’s full We’re All Insane episode now on YouTube, Spotify, and Apple Podcasts. #childhoodtrauma #wereallinsane #traumatok #trendingnow #fyppp #fypシ゚ #traumasurvivor #childabuseawareness😭 ♬ 3 am walk – Slowed & Reverb Version – daniel.mp3

Horfðu á allan þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ozzy Osbourne fallinn en felur það fyrir konu sinni

Ozzy Osbourne fallinn en felur það fyrir konu sinni
FókusMatur
Fyrir 3 dögum

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægur rappari fékk sé slurk af jökulvatni – En er það í lagi?

Frægur rappari fékk sé slurk af jökulvatni – En er það í lagi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmennskan heyrir sögunni til – „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara“

Karlmennskan heyrir sögunni til – „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara“