fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna

Fókus
Miðvikudaginn 9. október 2024 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín prinsessa reyndi lengi vel að stilla til friðar milli manns síns og bróður hans, en gerir það ekki lengur. Þetta segir rithöfundurinn Christopher Andersen í samtali við FOX en hann skrifaði bókina The King.

„Pælingin að Katrín hafi enn tímann og orkuna til að spila hlutverk sáttamiðlara er galin. Hún reyndi árum saman og rétti svo upp hendur í uppgjöf. Hún gerð sitt en það var ekki nóg til að brúa bilið milli Vilhjálms og Karls annars vegar og svo Harry hins vegar.“

Konunglegi sérfræðingurinn Richard Fitzwilliams segir að Katrín standi nú með manni sínum og ætli sér ekki skipta sér að bræðradeilunum frekar. „Harry sagði í æviminningum sínum, bókinni Spare, að Katrín hafi verið bæði kuldaleg og ógestrisin við Meghan Markle, og á sama tíma teiknaði hann upp mjög skaðandi mynd af konungsfjölskyldunni. Nú á að gefa ævisöguna út í kilju og þá munu þessar ásakanir aftur fara á flug, en sem betur fer mun hann ekki bæta í þær eða fara í frekari kynningarvinnu. Hann veit nákvæmlega hversu skaðlegt þetta hefur verið.“

Fitzwilliams segir að Katrín hafi um nóg annað að hugsa. Hún hefur nú snúið aftur til starfa eftir veikindafrí og setur nú heilsu sína í forgang. „Hún einbeitir sér nú að því að vera laus við krabbameinið. Þetta hefur verið erfitt ár fyrir fjölskylduna. Hún lauk fyrirbyggjandi lyfjameðferð og Vilhjálmur hefur staðið þétt við bak hennar samhliða konunglegum skyldum. Katrín mun nú forðast alla neikvæðni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“