fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fókus

Heiða Eiríks lenti í ömurlegu atviki á laugardagskvöldið – „Mér brá fyrst, næst varð ég alveg öskureið og loks fylltist ég mjög mikilli vonbrigðatilfinningu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. ágúst 2024 11:34

Heiða Eiríks

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarps- og tónlistarkonan Heiða Eiríksdóttir lenti í leiðinlegu atviki í miðbæ Reykjavíkur síðastliðið laugardagskvöld. Ungir menn geltu á hana og vinkonu hennar og tóku upp myndband af þeim. Í samtali við DV segir Heiða að hún hafi ekki verið hrædd en hún hafi ákveðið að skrifa um málið á Facebook til að opna augu fólks fyrir því að fordómar eigi aldrei rétt á sér.

„Mig langar að segja ykkur frá svolitlu, en auðvitað langar mig ekkert að segja frá því. Mér finnst það glatað og vildi að það hefði ekki gerst en það gerðist og kannski get ég hjálpað einhverjum sem hafa lent í svipuðu með því að tjá mig um þetta,“ skrifaði hún í færslu á Facebook.

„Ég og vinkona fórum á Gay Pride-rúnt [á laugardagskvöldið]. Fórum út að borða og svo í gönguferð um miðbæinn, með viðkomu á 22 og Kiki. Við dönsuðum, hlógum og vorum frjálsar. Við erum báðar einhleypar og okkur fannst bara mjög gaman að þvælast um.“

Heiða er yfirleitt frekar mikill pönkari í klæðaburði en ákvað að vera í dragi á laugardagskvöldið.

„Drag hjá mér er að fara í pallíettukjól og vera extra mikil gella sem ég er ekki venjulega, en ég er samt stelpa sem er skotin í strákum. Kannski ekki alltaf hefðbundnum strákum. Meira svona óstelpuleg stelpa sem er skotin í óstrákalegum strákum. En hvað er svo sem það að vera stelpulegur eða strákalegur? Í dag er sem betur fer pláss fyrir allskonar. Einhvern tímann skilgreindi ég mig sem queer. Nýlega fattaði ég það að ég væri kannski bara non-binary í minni kynvitund en ég væri [gagnkynhneigð] í minni kynhneigð.“

Geltu á þær

Heiða og vinkona hennar voru báðar edrú og voru orðnar þreyttar um tíuleytið. Þegar þær voru að ganga í átt að bílnum í lok kvöldsins, glaðar og þreyttar, mættu þær þremur ungum drengjum.

„Sem gelta á okkur og eru að taka upp á myndband viðbrögð okkar og þeim finnast þeir æðislega fyndnir. Mér brá fyrst, næst varð ég alveg öskureið og loks fylltist ég mjög mikilli vonbrigðatilfinningu. Ef þeir hefðu stoppað og boðið uppá spjall þá hefði ég kannski náð að tala við þá og spyrja út í þetta, en þeir bara löbbuðu áfram hlæjandi. Mín viðbrögð voru mjög pönkuð og ekki neitt útpæld. Ég elti þá með fokkjúmerki á lofti niður hálfa Hverfisgötu, alveg sjóðandi brjáluð. Svo kallaði ég þá heimska og sneri svo við. Voru þetta rétt viðbrögð hjá mér? Ég veit það ekki, en þetta voru einu viðbrögðin sem komu frá mér. Ég er pönkari í hjartanu. Ég var aldrei hrædd en djöfull fannst mér þetta leiðinlegt. Ömurlegur endir á frábæru kvöldi,“ segir hún.

„Þegar ég kom heim og fór að sofa fór ég í alvöru að velta því fyrir mér hvort ég hefði kannski ekki átt að vera í þessum glamúrkjól og þeir hefðu ekki gert þetta ef ég hefði verið í venjulegu gallabuxunum og þungarokksbolnum sem ég klæðist oft. Svo fattaði ég auðvitað að ég gerði ekkert rangt. Ekki frekar en öll hin sem hafa lent í þessu fáránlega gelti sem ég hafði heyrt um en aldrei upplifað sjálf. Þetta er svo mikið diss. Þetta er svo mikið gert viljandi til að reyna að láta einhverjum öðrum líða illa. Þetta er svo mikill óþarfi. Gay Pride er nauðsynlegt og við öll sem erum ekki með neina fordóma þurfum að vera sterk þegar kemur að því að uppfræða og uppræta þannig fordóma hjá hræddu fólki. Því hvað eru fordómar annað en hræðsla? Það er algjörlega stranglega bannað að vera fáviti. Stundum gleymist að láta öll vita af því. Hjálpumst að!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét föður sinn bera fram hetið á öllum stöðunum sem þeir heimsóttu á Íslandi

Lét föður sinn bera fram hetið á öllum stöðunum sem þeir heimsóttu á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“

„Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórleikaranum ofbauð þegar hann mætti í partý hjá P. Diddy

Stórleikaranum ofbauð þegar hann mætti í partý hjá P. Diddy
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““
Fókus
Fyrir 4 dögum

Michael Schumacher sást opinberlega í fyrsta sinn í rúman áratug

Michael Schumacher sást opinberlega í fyrsta sinn í rúman áratug