fbpx
Þriðjudagur 17.júní 2025
Fókus

Eyddu 8-9 milljónum í brúðkaupið en sjá ekki eftir því

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 27. júlí 2024 12:00

Arna Ýr og Vignir Þór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Arna Ýr Jónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi og fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland,og Vignir Þór Bollason kírópraktor og eigandi Líf Kírópraktík, giftu sig 1. júlí 2023 í Háteigskirkju.

Séra Guðni Már Harðarson gaf brúðhjónin saman og feður þeirra voru svaramenn. Veislan var haldin í veislusal Sjálands í Garðabæ. Eygló Gísladóttir ljósmyndari sér um að fanga stóra daginn á filmu. Eva Ruza Miljevic var veislustjóri og tónlistarmaðurinn Jón Jónsson kom og skemmti gestum.

Sjá einnig: Arna Ýr og Vignir Þór orðin hjón

Í nýjasta hlaðvarpsþætti Stöllur í öllu sem er í umsjón Örnu Ýrar og Chrissie Thelmu gefur Arna Ýr upp hvað brúðkaupið kostaði í heild sinni.

„Heildarkostnaðurinn var í kringum átta til níu miljónir en það er ekki alveg að marka þegar það fer yfir svona langt tímabil að kaupa hluti. Vissulega var þetta mikið og við ákváðum að gera þetta frekar en margt annað,“ segir Arna Ýr.

„Málið er að við vorum byrjuð svo snemma að greiða fyrir hina og þessa þjónustu. Auðvitað fann maður fyrir þessum kostnaði, þetta voru margar milljónir, það er heavy sko, en út af því að við byrjuðum einu og hálfu ári áður að borga staðfestingargjald fyrir salinn og ég var dugleg að kaupa eitthvað jafnt og þétt þá var þetta ekki jafn mikið högg.“

Segir hún þau ekki hafa gert kostnaðaráætlun og vissulega sé hægt að halda brúðkaup fyrir lægri fjárhæð, þau sjái þó ekki eftir kostnaðinum.
„Þetta er náttúrulega engin fjárfesting sko. Við búum í íbúð í dag, kannski ættum við öðruvísi heimili ef við hefðum ekki sett svona mikinn pening í þetta,“ segir Arna Ýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“