fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fókus

Dýrley gleymdist við útskrift – „Fékk á end­an­um nafn­laust skjal og upp­skar því­líkt lófa­tak“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 20:30

Dýrley Dröfn Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hátíðisdagur framundan hjá Dýr­ley Dröfn Karls­dótt­ur á laugardaginn, útskrift með BA-gráðu í dönsku frá Háskóla Íslands. Dýrley stillti sér upp í röð útskriftarnema og steig þolinmóð skrefi framar við hvert nafn sem lesið var upp.

Það sem á eftir kom var þó frekar óþægileg og stressandi upplifun, en mögulega þó mjög eftirminnileg og tilefni til að segja margoft frá í framtíðinni. Í myndbandi sem Dýrley birti á TikTok má sjá að þegar Dýrley er næst í röðinni og á von á að nafn sitt verði lesið, er nafn útskriftarnemans á eftir henni lesið og svo koll af kolli. Þar sem Dýrley stígur til hliðar, þá verður smá vandræðagangur á sviðinu.

Mbl sagði frá atvikinu fyrr í dag og segir Dýrley að lesin hafi verið upp nöfn allra þeirra sem voru að útskrifast með BA í ensku áður en leyst var úr hennar máli.

„Ég var að út­skrif­ast með BA-gráðu í dönsku og var ein í þeim flokki þannig ég var al­veg lúmskt viðbúin því að eitt­hvað kæmi upp á, að ég myndi detta eða eitt­hvað. En síðan gerðist það að þau gleymdu í raun­inni að segja nafnið mitt. Þegar ég var búin að standa þarna eins og illa gerður hlut­ur í ein­hverj­ar mín­út­ur fékk ég á end­an­um nafn­laust skjal og upp­skar því­líkt lófa­tak. Það var ekk­ert smá óþægi­legt.“

@thelittlelesbian_ What are the odds of this happening to me, out of the 2700 graduates 🥲 #fyp #foryou #iceland #university #graduation #lgbtq #lesbian #queer #viral #funny #sad ♬ The Benny Hill Show – The Edwin Davids Jazz Band


Þegar Dýrley kom niður af sviðinu var hún beðin að koma baksviðs þar sem í ljós kom að skír­teinið henn­ar var í bunkanum upp á sviði. Var henni boðið að fara aftur upp á svið og taka við útskriftarskírteininu, en hún afþakkaði það.

„Þetta lýs­ir nám­inu ágæt­lega því það er ekk­ert mik­il aðsókn í BA-nám í dönsku og allt mjög frjáls­legt. Það að ég hafi fengið skír­teinið mitt baksviðs var í raun­inni punkt­ur­inn yfir i-ið á náms­leið minni,” segir Dýrley við Mbl.

Hún segir að nokkrar ástæður geti legið að baki þessum mistökum: hún hafi verið ein að út­skrif­ast með BA-gráðu í dönsku og sú sem var á und­an henni í röðinni hafi verið að út­skrif­ast með tvö­falda BA-gráðu. Háskólinn er búin að biðja Dýrley afsökunar á þessum mistökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Birnu situr inni á Litla-Hrauni – „Ég vildi að ég hefði vitað betur en að fara með börn í heimsókn á þessa staði“

Eiginmaður Birnu situr inni á Litla-Hrauni – „Ég vildi að ég hefði vitað betur en að fara með börn í heimsókn á þessa staði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún Ósk upplifði mikla hjartasorg þegar hún þurfti að klára fæðinguna á sjúkrahúsinu

Guðrún Ósk upplifði mikla hjartasorg þegar hún þurfti að klára fæðinguna á sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hundruð hjóluðu allsber um Philadelphiu borg – Fyrir umhverfið og líkamsvirðingu

Hundruð hjóluðu allsber um Philadelphiu borg – Fyrir umhverfið og líkamsvirðingu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðahjónin Rún og Trausti fá stundum hnút í magann – „Við áttum okkur á því að þetta verkefni er risastórt“

Ferðahjónin Rún og Trausti fá stundum hnút í magann – „Við áttum okkur á því að þetta verkefni er risastórt“