Myndlistarmaðurinn Sæþór Örn Guðmundsson, eða Farvapabbi, hefur málað sex forseta lýðveldisins og má sjá verkin á sýningunni Forsetar og frambjóðendur. Rammi bíður tilbúinn eftir þeim sjöunda sem kosinn verður næsta laugardag.
Farvapabbi hefur einnig útbúið barmmerki með teikningum þeirra sex frambjóðenda sem mælast með 5% fylgi eða meira í skoðanakönnunum.
Sýningin er í Farva, Álfheimum 4, stendur til 5. júní og opið virka daga 12-18 og sjálfan kjördag 1. júní frá kl 10 til 22.