„Í dag var sorgardagur þar sem við kvöddum bróður minn Morgan,“ sagði Craig Spurlock en þær bræður unnu að nokkrum verkefnum saman. „Heimsbyggðin hefur í dag misst skapandi snilling og mjög sérstakan mann,“ sagði hann.
Í myndinni Super Size Me borðaði Morgan einungis McDonald‘s í heilan mánuð en með því vildi hann kanna hvaða afleiðingar það hefði fyrir heilsu hans að lifa einungis á þessum vinsæla skyndibita. Þá var sú regla í myndinni að Morgan varð að þiggja stærri máltíð ef starfsmaður bauð honum það.
Spurlock framleiddi og leikstýrði fleiri myndum sem nutu nokkurra vinsælda, til dæmis myndunum The Greatest Movie Ever Sold og Where in the World Is Osama Bin Laden?