fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Raunverulegri fjarfundir með gervigreind og þrívídd

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2024 19:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú verða fjarfundir skuggalega raunverulegir og enn meira lifandi með þrívídd, gervigreind og annarri nýrri tækni. Google og HP ætla að leiða saman hesta sína og þróa byltingarkenndan veruleika fyrir fjarfundi og dreifða teymisvinnu.

Stór hluti af samskiptum fólks er í gegnum líkamstjáningu, til dæmis með svipbrigðum, líkamsstöðu eða hreyfingum. Erfitt getur reynst að miðla slíkum samskiptum í gegnum fjarfundi eða á vinnustöðum sem eru með dreifða starfsemi.

„Til þess að draga úr þeim hindrunum sem er á milli fólks á fjarfundum og skapa raunverulegri fundaupplifun hefur Google þróað verkefni sem nefnist Starline. Verkefnið gengur út á að nýta framfarir í gervigreind, þrívídd og annarri nýrri tækni til að skapa upplifun þeirra sem eru á fjarfundum eins og þeir séu staddir í sama rými. Þetta er í raun gríðarlega spennandi verkefni sem getur gjörbylt fundaupplifun fólks þegar fram í sækir,“ segir Gísli Þorsteinsson vörustjóri HP Poly fundalausna hjá OK.

„Nú hefur HP tölvuframleiðandinn gengið til liðs við Google Starline verkefnið með það að markmiði að skapa samvinnu- og fundaupplifun fyrir dreifð teymi á vinnustöðum. Samstarfið gengur út á að færa verkefnið af hugmynda- og þróunarstigi yfir í fullmótaða vöru.“

Stefnt er að því að slík lausn líti dagsins ljós á næsta ári. „HP mun leggja til vélbúnað og sérþekkingu, hljóð- og myndlausnir frá Poly fyrir þessa byltingarkenndu upplifun sem er ætlað að móta framtíð samvinnu og fjarfunda á vinnustöðum til framtíðar,“ segir Gísli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“