Fylgdarkonan Amanda Goff, sem kallar sig Samantha X, afhjúpar fimm atriði sem hún segir að kveiki í karlmönnum og öfugt við það sem margir halda er ekkert af því stór brjóst. Samantha hefur lært margt og mikið í gegnum árin sem fylgdarkona og sérstaklega um karlmenn.
„Karlmenn eru fyndnar verur. Þeir eru frekar einfaldir,“ segir Samantha í pistli á bodyandsoul.com.au.
Samantha segist segja það með kærleik. „Þeir eru sjónrænir, þeim finnst erfitt að giska hvað við erum að hugsa og einfaldir hlutir kveikja í þeim,“ segir hún.
„Þú þarft ekki að vera með fullkomið andlit eða fullkominn líkama til að kveikja í þeim. Þetta er það sem ég hef lært síðasta áratug sem Samantha, hér eru fimm óvænt atriði sem karlmenn elska og konur þurfa að vita.“
„Ég deildi frekar hógværri mynd af mér við skrifborð og með gleraugu á Instagram fyrr í vikunni. Ég fékk í kjölfarið fjölda skilaboða frá karlmönnum, meira en ég fæ þegar ég deili djarfari myndum,“ segir hún.
„Viðskiptavinir biðja mig stundum um að vera með gleraugu ásamt einhvers konar undirfötum. Þeir elska þetta „skóla-útlit“ því þeir elska að þeim sé sagt að þeir séu óþekkir, sem þeir oftast eru.“
„Gettu hvaða fatabeiðni frá viðskiptavinum sé vinsælust? Hvorki undirföt né stuttir kjólar heldur íþróttaföt. Þeir elska þetta „var að koma heim úr ræktinni“ útlit og því sveittari sem þú ert því betra.“
„Ég fór nýlega í brjóstastækkun (og fékk mér hönnunarpíku en það er annað samtal) en líkamshluturinn sem flestir menn gera athugasemd við? Fæturnir mínir!
Ég er með OnlyFans-síðu og karlmenn hafa borgað tugi þúsunda fyrir myndir af fótunum mínum og hælunum. Ekki einn einasti hefur beðið um brjóstamynd.“
„Ekki hafa áhyggjur af því í sumar að vera með brúnkufar. Karlmenn elska það,“ segir hún.
„Þetta er þinn líkami og vertu eins og þú vilt. En ef þú hefur áhyggjur af því að bæta á þig nokkrum aukakílóum, slepptu því. Karlmenn elska línur,“ segir Samantha.
Hún segir að viðskiptavinir hennar hafa aldrei sagt neitt þegar hún hefur bætt á sig en hafa lýst yfir áhyggjum þegar hún hefur lést.
„Og ef þú hefur áhyggjur af appelsínuhúð – hættu því. Karlmenn taka ekki eftir appelsínuhúð þannig að ekki benda þeim á það.“